Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 19:32 Vísir/Vilhelm Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. Borgarskjalasafnið er héraðsskjalasafn Reykvíkinga og geymir gríðarlegt magn upplýsinga, allt frá húsauppdráttum og einkaskjalasöfnum til gamalla einkunnaspjalda og nemendalista úr grunnskólum. Á fundi borgarráðs í fyrradag lagði borgarstjóri til að leggja niður safnið í sparnaðarskyni, en tillögunni var frestað. Samkvæmt tillögunni á að færa starfsemi safnsins á Þjóðskjalasafnið. Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar. Í yfirlýsingu frá stjórn Sagnfræðingafélags Íslands segir að ætlunin sé ekki að kasta rýrð á Þjóðskjalasafnið en að það yrði afturför ef stærsta sveitarfélag landsins yrði fyrst til að leggja niður eigið skjalasafn og missa þannig mikilvæga starfsemi Borgarskjalasafnsins. Gæta þurfi þess að söfn og menningarstofnanir á borð við Borgarskjalasafnið lendi ekki undir niðurskurðarhnífnum. „Þess utan verður ekki séð að verulegir fjármunir sparist við þessa ráðstöfun en héraðsskjalasöfn njóta lögum samkvæmt styrks úr ríkissjóði samkvæmt því sem er ákveðið í fjárlögum hverju sinni,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands skorar á borgarstjórn að hætta við að leggja Borgarskjalasafnið niður og að efna þess í stað til samráðs um framtíð þess við fagfólk á sviði safnareksturs, skjalavörslu og sagnfræði. Reykjavík Söfn Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Borgarskjalasafnið er héraðsskjalasafn Reykvíkinga og geymir gríðarlegt magn upplýsinga, allt frá húsauppdráttum og einkaskjalasöfnum til gamalla einkunnaspjalda og nemendalista úr grunnskólum. Á fundi borgarráðs í fyrradag lagði borgarstjóri til að leggja niður safnið í sparnaðarskyni, en tillögunni var frestað. Samkvæmt tillögunni á að færa starfsemi safnsins á Þjóðskjalasafnið. Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar. Í yfirlýsingu frá stjórn Sagnfræðingafélags Íslands segir að ætlunin sé ekki að kasta rýrð á Þjóðskjalasafnið en að það yrði afturför ef stærsta sveitarfélag landsins yrði fyrst til að leggja niður eigið skjalasafn og missa þannig mikilvæga starfsemi Borgarskjalasafnsins. Gæta þurfi þess að söfn og menningarstofnanir á borð við Borgarskjalasafnið lendi ekki undir niðurskurðarhnífnum. „Þess utan verður ekki séð að verulegir fjármunir sparist við þessa ráðstöfun en héraðsskjalasöfn njóta lögum samkvæmt styrks úr ríkissjóði samkvæmt því sem er ákveðið í fjárlögum hverju sinni,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands skorar á borgarstjórn að hætta við að leggja Borgarskjalasafnið niður og að efna þess í stað til samráðs um framtíð þess við fagfólk á sviði safnareksturs, skjalavörslu og sagnfræði.
Reykjavík Söfn Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira