Innlent

Bein út­sending: Þjóð­fundur um fram­tíð skóla­þjónustu

Atli Ísleifsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra,flytur opnunarávarp fundarins.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra,flytur opnunarávarp fundarins. Vísir/Arnar

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, stendur fyrir þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu á Íslandi sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 9 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með ávörpum í beinu steymi í spilara að neðan. 

Í tilkynningu kemur fram að tilgangur þjóðfundarins sé að ræða niðurstöður samráðs um ný heildarlög um skólaþjónustu, varpa ljósi á álitamál og leita lausna í sameiningu. 

Að framsögu lokinni tekur við hópvinna þar sem þátttakendur ræða ýmis álitamál varðandi skólaþjónustu og leita lausna í sameiningu. 

„Mennta- og barnamálaráðherra kynnti í haust áform sín um að leggja fram ný heildarlög um skólaþjónustu. Haldin var ráðstefna um áformin og samráð í húsfylli á Grand Hótel Reykjavík í haust. Undanfarna mánuði hefur staðið yfir umfangsmikið samráðsferli við fjölbreyttan hóp haghafa þar sem m.a. um 300 manns tóku þátt á rafrænum samráðsfundum í desembermánuði. Niðurstöður fyrsta hluta samráðsferlisins sýna að töluverður samhljómur ríkir meðal ólíkra haghafa um áherslur og heildarsýn á skólaþjónustu á Íslandi en þó standa eftir ýmis mikilvæg  úrlausnarefni,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×