Forðast þurfi með öllum ráðum að lenda í vonda vítahringnum Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 5. mars 2023 13:00 Sigurður Ingi segir að leita verði allra leiða til að forðast að víxlverkun launahækkana og verðlags hífi verðbólguna upp úr öllu valdi. Vísir/Ívar Formaður Framsóknarflokksins segir að það ófremdarástand sem skapaðist í efnahagsmálum á níunda áratugnum, með víxlverkun launahækkana og verðlags, megi aldrei endurtaka sig. Allir sem eitthvað geti gert verði að leggjast á eitt til að tryggja að svo verði ekki. Verðbólga er nú komin yfir tíu prósent og greiningaraðilar búast margir við að Seðlabankinn hækki meginvexti á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins óttast að ástand víxlhækkana verðlags og launa sem varði sem endaði með óðaverðbólgu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar endurtaki sig sameininst helstu áhrifaaðilar samfélagsins ekki í baráttunni gegn verðbólgunni. Það hafi verið gert með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. „Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að stíga þarna inn í, finna einhvers konar samkomulag milli allra aðila, formlegt eða óformlegt, til þess að takast á við það að stoppa þennan vítahring sem við vitum hvar endar. Hann endar illa ef við gerum ekkert,“ segir Sigurður Ingi. Samstillt átak Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Seðlabankinn og fleiri þurfi allir að koma að slíku samkomulagi. Þá væri almenningur ekki undanskilinn. Þörf væri á samstilltu átaki. „Það hefur mér þótt skorta í vetur. Mér hefur þótt menn frekar vera að reyna að finna einhverja leið til að kenna hverjir öðrum um. Síðan, þegar hækka vextir, þá vilja menn sækja það í einhverjum mótvægisaðgerðum, til ríkisins eða í launahækkunum. Þetta er uppskriftin að vonda vítahringnum og þess vegna verðum við að stíga inn í hann. Ég held að við verðum öll að vera tilbúin til þess.“ Staðan í ríkisútgjöldum væri nokkuð góð, þrátt fyrir gagnrýni um annað. Engu að síður væri þörf á auknu aðhaldi. „Við verðum að finna samkomulag um að geta vaxið í þeim takti að við ráðum öll við það, þannig að það fari ekki á yfirsnúning sem kalli síðan á endalausar vaxtahækkanir Seðlabanka eða eitthvert ákall um að hækka laun og verðlag til skiptis. Það er það versta sem getur komið fyrir. Við þekkjum það frá fyrri áratugum og þá leið verðum við að forðast með öllum tiltækum ráðum,“ segir Sigurður Ingi. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Verðbólga er nú komin yfir tíu prósent og greiningaraðilar búast margir við að Seðlabankinn hækki meginvexti á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins óttast að ástand víxlhækkana verðlags og launa sem varði sem endaði með óðaverðbólgu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar endurtaki sig sameininst helstu áhrifaaðilar samfélagsins ekki í baráttunni gegn verðbólgunni. Það hafi verið gert með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. „Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að stíga þarna inn í, finna einhvers konar samkomulag milli allra aðila, formlegt eða óformlegt, til þess að takast á við það að stoppa þennan vítahring sem við vitum hvar endar. Hann endar illa ef við gerum ekkert,“ segir Sigurður Ingi. Samstillt átak Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Seðlabankinn og fleiri þurfi allir að koma að slíku samkomulagi. Þá væri almenningur ekki undanskilinn. Þörf væri á samstilltu átaki. „Það hefur mér þótt skorta í vetur. Mér hefur þótt menn frekar vera að reyna að finna einhverja leið til að kenna hverjir öðrum um. Síðan, þegar hækka vextir, þá vilja menn sækja það í einhverjum mótvægisaðgerðum, til ríkisins eða í launahækkunum. Þetta er uppskriftin að vonda vítahringnum og þess vegna verðum við að stíga inn í hann. Ég held að við verðum öll að vera tilbúin til þess.“ Staðan í ríkisútgjöldum væri nokkuð góð, þrátt fyrir gagnrýni um annað. Engu að síður væri þörf á auknu aðhaldi. „Við verðum að finna samkomulag um að geta vaxið í þeim takti að við ráðum öll við það, þannig að það fari ekki á yfirsnúning sem kalli síðan á endalausar vaxtahækkanir Seðlabanka eða eitthvert ákall um að hækka laun og verðlag til skiptis. Það er það versta sem getur komið fyrir. Við þekkjum það frá fyrri áratugum og þá leið verðum við að forðast með öllum tiltækum ráðum,“ segir Sigurður Ingi.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira