Innlent

Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra

Jakob Bjarnar skrifar
Af hreindýraslóð. Minni sókn en oft áður er nú í hreindýraleyfin. Ekki liggur fyrir hvað veldur en líklega hefur þar bábornara efnahagsástand sitt að segja. 100 erlendir veiðimenn eru meðal umsækjenda að þessu sinni.
Af hreindýraslóð. Minni sókn en oft áður er nú í hreindýraleyfin. Ekki liggur fyrir hvað veldur en líklega hefur þar bábornara efnahagsástand sitt að segja. 100 erlendir veiðimenn eru meðal umsækjenda að þessu sinni. vísir/jakob

Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra.

„Já, umsóknir alls voru 2.926; 1.225 í kýr og 1.701 í tarfa,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Kvótinn í ár er samtals 901 dýr, 426 tarfar og 475 kýr þannig að fyrir liggur fleiri eru um hituna en útgefin leyfi segja til um. Gróft á litið er einn á móti þremur að umsækjendur fái úthlutað dýri. Sem er veruleg einföldun því misjafnt hversu eftirsótt leyfin eru milli svæða og svo milli tarfa og kúa.

Í fyrra lágu fyrir 3.298 umsóknir þannig að þarna er þó nokkur samdráttur. Ríflega 100 umsóknir eru frá erlendum veiðimönnum sem hafa þá sótt um með íslenskan veiðikortahafa sem sinn ábyrgðarmann.

Veruleg eftirvænting ríkir nú meðal þeirra sem sóttu um veiðileyfi á hreindýr næsta sumar og haust en dregið verður úr innsendum umsóknum á laugardaginn. Þá kemur skipting umsókna á svæði í ljós.

Jóhann segir erfitt að segja til um hvað veldur samdrætti í umsóknum. „Hvort verðið ræður einhverju um fækkun umsókna eða hækkun á afborgun húsnæðislána og verðbólga. Menn hafa verið að tjá sig á vefmiðlum um að þeir ætli frekar erlendis til veiða,“ segir Jóhann.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×