Innlent

Kærður fyrir líkams­á­rás gegn dreng sem gerði dyra­at

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Maðurinn sem um ræðir er búsettur í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni.
Maðurinn sem um ræðir er búsettur í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni. Vísir/Egill

Karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás gegn barni. Maðurinn er sakaður um að hafa setið fyrir hópi ellefu ára drengja sem gerði dyraat á heimili hans, ráðist að einum drengjanna og læst hann inni. 

RÚV greinir frá þessu og hefur eftir lögreglustjóranum á Suðurnesjum að maðurinn, sem er sagður á sjötugsaldri, hafi verið kærður. Málið sé til rannsóknar.

Atvikið hafi átt sér stað á sunnudagskvöld. Maðurinn hafi, eftir að drengirnir gerðu fyrst dyraat hjá honum, setið fyrir þeim, ráðist á einn drengjanna og dregið inn á heimili sitt, þar sem hann læsti hann inni. Þar hafi hann haldið drengnum í tíu mínútur og neitað að hleypa honum út.

Það hafi ekki verið fyrr en foreldri eins drengjanna braut rúðu á útidyrahurð hússins sem hægt var að koma drengnum út af heimili mannsins.

Þá er haft eftir móður drengsins að hann hafi hlotið áverka við árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×