Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2023 14:29 Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari segir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar hafa brotið lög og trúnað með yfirlýsingum sínum um gang viðræðna. Vísir Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum." Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og fulltrúi í samninganefnd félagins skrifaði um samningafund gærkvöldsins hjá ríkissáttasemjara á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir Stefán að fundurinn í gærkvöldi hafi farið „í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán á Facebook og bætir við: „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Gæti hafa skaðað viðræður á viðkvæmu stigi Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari er mjög ósáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns og segir hann beinlínis brjóta lög með því að upplýsa hvað fram fari á samningafundum. Þá fari hann heldur ekki rétt með. „Ég hafði beðið aðilana sérstaklega um að vera ekki að tjá sig opinberlega eða veita viðtöl vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er í deilunni. Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram á samningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila," sagði Ástráður í viðtali við fréttir á Bylgjunni klukkan tvö. Heyra má viðtalið við Ástráð í fréttum Bylgjunnar klukkan 14:00 í heild sinni hér fyrir neðan: „Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt," segir Ástráður. Þannig að það munar ekki einhverjum þúsundkalli þarna á? „Það er bara þannig að samhengi hlutanna er miklu flóknara heldur en að hægt sé að taka út einhvern einn þátt og segja það munar akkúrat þessu. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman. En ég ætla ekki að gera það sama og Stefán að fara að bera hér einhver vitni um það sem gerist á samningafundum. Þetta bara má ekki gerast og þetta er vís vegur til að hleypa þessari deilu endanlega út af teinunum ef menn ætla að fara þessa leið," segir settur ríkissáttasemjari. Heldur þú að þetta hafi náð að skaða viðræðurnar nú þegar? „Ég óttast það." Heldur þú að þú náir einhverjum fundi með aðilum í dag? „Ég veit það ekki." Þannig að þú leggur áherslu á að deiluaðilar séu ekki að tjá sig um þau tilboð sem eru á borðinu? „Já og þeir eiga auðvitað bara að fara að lögum. Þeir eiga ekki að greina opinberlega frá því sem gerist á samningafundum," sagði Ástráður Haraldsson í viðtali við fréttastofu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og fulltrúi í samninganefnd félagins skrifaði um samningafund gærkvöldsins hjá ríkissáttasemjara á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir Stefán að fundurinn í gærkvöldi hafi farið „í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán á Facebook og bætir við: „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Gæti hafa skaðað viðræður á viðkvæmu stigi Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari er mjög ósáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns og segir hann beinlínis brjóta lög með því að upplýsa hvað fram fari á samningafundum. Þá fari hann heldur ekki rétt með. „Ég hafði beðið aðilana sérstaklega um að vera ekki að tjá sig opinberlega eða veita viðtöl vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er í deilunni. Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram á samningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila," sagði Ástráður í viðtali við fréttir á Bylgjunni klukkan tvö. Heyra má viðtalið við Ástráð í fréttum Bylgjunnar klukkan 14:00 í heild sinni hér fyrir neðan: „Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt," segir Ástráður. Þannig að það munar ekki einhverjum þúsundkalli þarna á? „Það er bara þannig að samhengi hlutanna er miklu flóknara heldur en að hægt sé að taka út einhvern einn þátt og segja það munar akkúrat þessu. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman. En ég ætla ekki að gera það sama og Stefán að fara að bera hér einhver vitni um það sem gerist á samningafundum. Þetta bara má ekki gerast og þetta er vís vegur til að hleypa þessari deilu endanlega út af teinunum ef menn ætla að fara þessa leið," segir settur ríkissáttasemjari. Heldur þú að þetta hafi náð að skaða viðræðurnar nú þegar? „Ég óttast það." Heldur þú að þú náir einhverjum fundi með aðilum í dag? „Ég veit það ekki." Þannig að þú leggur áherslu á að deiluaðilar séu ekki að tjá sig um þau tilboð sem eru á borðinu? „Já og þeir eiga auðvitað bara að fara að lögum. Þeir eiga ekki að greina opinberlega frá því sem gerist á samningafundum," sagði Ástráður Haraldsson í viðtali við fréttastofu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36