Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2023 12:36 Stefán Ólafsson er hluti af samninganefnd Eflingar. Vísir/Vilhelm Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. Settur sáttasemjari boðaði fulltrúa Eflingar og SA til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi. Fundur hófst klukkan 20 og gert ráð fyrir að teygst gæti á fundi. Fundurinn stóð frá klukkan átta til að verða miðnætti án eiginlegrar niðurstöðu en alla vega án þess að samningsaðilar skelltu hurðum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Það var svo um hálf eittleytið í nótt sem fundi var slitið. Sáttasemjari tók ekki ákvörðun um nýjan fundartíma heldur lagðist hann undir feld að nýju. Óvissa er um framhaldið en viðræðuraðilar settir í fjölmiðlabann. „Aurasálin“ Stefán Ólafsson er fulltrúi í samninganefnd Eflingar. Hann hefur verið mjög virkur í baráttu Eflingar og ritað margan pistilinn, meðal annars hér á Vísi. Hann tjáir sig um fund gærdagsins á Facebook í stuttum pistli sem hann nefnir „aurasálina“. „Í gærkvöld varði samninganefnd Eflingar hátt í 5 klst. í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svokallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán. Á Stefáni er því að skilja að Efling hafi verið fylgjandi miðlunartillögu en Samtak atvinnulífsins ekki. „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Vísar Stefán þar til þess að meðlimir í samninganefnd Samtaka atvinnulífsins telji laun sín í milljónum en ekki hundruð þúsunda króna. Þá segir hann að fyrrnefnd „aurasál“ sé vissulega rannsóknarefni fyrir sálfræðinga. Ósáttur við ráðherra Sæþór Benjamín Randalsson, sem sömuleiðis á sæti í samninganefnd Eflingar, stjórnarmaður Eflingar og formaður stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar, tjáir sig við þráð pistil Stefáns. „Algjör sóun á kvöldinu mínu. Samtök atvinnulífsins og Halldór Benjamín vilja hvorki semja né fallast á neinar málamiðlanir. Algjörir fasistar, virkjað með gagnsleysi Katrínar og Guðmundar,“ segir Sæþór og vísar til forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rennur hratt úr tímaglasi sáttasemjara Reikna má með að settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyni að leggja fram miðlunartillögu á allra næstu dögum. Ýmsar ytri aðstæður hjálpa til við að flækja málin og tíminn vinnur ekki með lausn deilunnar. 28. febrúar 2023 11:46 Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. 28. febrúar 2023 06:31 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Settur sáttasemjari boðaði fulltrúa Eflingar og SA til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi. Fundur hófst klukkan 20 og gert ráð fyrir að teygst gæti á fundi. Fundurinn stóð frá klukkan átta til að verða miðnætti án eiginlegrar niðurstöðu en alla vega án þess að samningsaðilar skelltu hurðum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Það var svo um hálf eittleytið í nótt sem fundi var slitið. Sáttasemjari tók ekki ákvörðun um nýjan fundartíma heldur lagðist hann undir feld að nýju. Óvissa er um framhaldið en viðræðuraðilar settir í fjölmiðlabann. „Aurasálin“ Stefán Ólafsson er fulltrúi í samninganefnd Eflingar. Hann hefur verið mjög virkur í baráttu Eflingar og ritað margan pistilinn, meðal annars hér á Vísi. Hann tjáir sig um fund gærdagsins á Facebook í stuttum pistli sem hann nefnir „aurasálina“. „Í gærkvöld varði samninganefnd Eflingar hátt í 5 klst. í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svokallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán. Á Stefáni er því að skilja að Efling hafi verið fylgjandi miðlunartillögu en Samtak atvinnulífsins ekki. „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Vísar Stefán þar til þess að meðlimir í samninganefnd Samtaka atvinnulífsins telji laun sín í milljónum en ekki hundruð þúsunda króna. Þá segir hann að fyrrnefnd „aurasál“ sé vissulega rannsóknarefni fyrir sálfræðinga. Ósáttur við ráðherra Sæþór Benjamín Randalsson, sem sömuleiðis á sæti í samninganefnd Eflingar, stjórnarmaður Eflingar og formaður stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar, tjáir sig við þráð pistil Stefáns. „Algjör sóun á kvöldinu mínu. Samtök atvinnulífsins og Halldór Benjamín vilja hvorki semja né fallast á neinar málamiðlanir. Algjörir fasistar, virkjað með gagnsleysi Katrínar og Guðmundar,“ segir Sæþór og vísar til forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rennur hratt úr tímaglasi sáttasemjara Reikna má með að settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyni að leggja fram miðlunartillögu á allra næstu dögum. Ýmsar ytri aðstæður hjálpa til við að flækja málin og tíminn vinnur ekki með lausn deilunnar. 28. febrúar 2023 11:46 Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. 28. febrúar 2023 06:31 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Rennur hratt úr tímaglasi sáttasemjara Reikna má með að settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyni að leggja fram miðlunartillögu á allra næstu dögum. Ýmsar ytri aðstæður hjálpa til við að flækja málin og tíminn vinnur ekki með lausn deilunnar. 28. febrúar 2023 11:46
Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. 28. febrúar 2023 06:31