Innlent

Vaktin: Fundi slitið og ríkissáttasemjari lagstur undir feld

Máni Snær Þorláksson skrifar
Sólveig Anna er hún mætti á fundinn í Karphúsinu.
Sólveig Anna er hún mætti á fundinn í Karphúsinu. Vísir/Vilhelm

Efling og Samtök atvinnulífsins (SA) funda í Karphúsinu ásamt settum ríkissáttasemjara í kvöld. Fylgst verður með þróun mála í vaktinni.

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og SA, boðaði samninganefndir beggja aðila á fund sinn í Karphúsinu í kvöld. Ástráður sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann ætli að nýta fundinn til að ráðgast við samningsaðila um mögulega nýja miðlunartillögu.

Eftir að Ástráður boðaði til fundarins barst tilkynning frá SA. Í tilkynningunni kom fram að búið væri að fresta boðuðu verkbanni sem átti að hefjast þann 2. mars næstkomandi. Verkbannið mun nú að óbreytta hefjast klukkan fjögur mánudaginn 6. mars. 

Fylgst verður með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×