Innlent

Jóhannes Þór vill í stjórn Sam­takanna '78

Árni Sæberg skrifar
Jóhannes Þór er framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Jóhannes Þór er framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Vísir/Vilhelm

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til stjórnar Samtakanna '78. Hann segir að bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks hafi vakið hjá sér brennandi þörf til að leggja sitt af mörkum í baráttunni.

Þessu greindi Jóhannes Þór frá í færslu á Facebook um helgina. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða málið. Þar sagðist hann hafa komið mjög seint út úr skápnum sem tvíkynhneigður og að undanfarin tvö ár hafi hann fylgst með því sem kallað hefur verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks.

Hann segir hinsegin fólk hafa horft upp á alls konar slæma hluti undanfarið, neikvæða samfélagsumræðu og stjórmálaumræðu í garð þess og einelti gagnvart því í skólum, á vinnustöðum og jafnvel á götum úti.

„Ég finn hjá mér brennandi þörf hjá mér til þess að gera eitthvað í þessu. Ég get ekki setið á mér og horft bara á þessa hluti,“ segir Jóhannes Þór.

Þó segir hann að Samtölin '78 sitji ekki hjá aðgerðalaus á meðan bakslagið dynur yfir. „Það er ástæðan fyrir því að mig langar að taka þátt í starfinu hjá Samtökunum '78, vegna þess að þau eru nefnilega gera alveg ótrúlega hluti í samfélaginu.“


Tengdar fréttir

Vill ryðja brautina fyrir aðra tvíkynhneigða

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á því að hann væri tvíkynhneigður. Hann telur samfélagið opnara fyrir tvíkynhneigðum konum en körlum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×