Dramatískur sigur hjá lærisveinum Rooney þegar MLS fór af stað Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 11:31 Guðlaugur Victor verst skoti Ayo Akinola leikmanns Toronto í leiknum í nótt. Vísir/Getty Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir DC United sem vann dramatískan sigur á Toronto í bandaríska fótboltanum í nótt. Tveir aðrir Íslendingar komu við sögu hjá liðum sínum. Leikur DC United og Toronto var dramatískur í meira lagi. Wayne Rooney er knattspyrnustjóri DC United og hann er búinn að sækja leikmenn sem margir kannast við úr ensku úrvalsdeildinni, Christian Benteke og Mateusz Klich. Bæði Klich og Benteke voru á skotskónum í nótt. Klich kom DC United yfir á 7.mínútu leiksins en Toronto svaraði með tveimur mörkum í seinni hálfleik og virtust vera að tryggja sér sigurinn þegar þeir komust í 2-1 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Ted Ku-Dipietro wins it for @dcunited in the 98th minute with his first-ever MLS goal. pic.twitter.com/nlOMtg1chH— Major League Soccer (@MLS) February 26, 2023 Christian Benteke jafnaði hins vegar metin á 90.mínútu og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði varamaðurinn Theodore Ku-Dipietro sigurmark DC. Guðlaugur Victor lék allan leikinn í miðri vörn DC United. Dagur Dan Þórhallsson gekk til liðs við Orlando City frá Breiðablik nú í vetur og hann kom inn sem varamaður á 78.mínútu þegar liðið vann sigur á New York Red Bulls. Úrúgvæinn Facundo Torres skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 56.mínútu. Þá kom Þorleifur Úlfarsson inn sem varamaður á 78.mínútu þegar lið hans Houston Dynamo tapaði 2-1 fyrir Cincinnati. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Leikur DC United og Toronto var dramatískur í meira lagi. Wayne Rooney er knattspyrnustjóri DC United og hann er búinn að sækja leikmenn sem margir kannast við úr ensku úrvalsdeildinni, Christian Benteke og Mateusz Klich. Bæði Klich og Benteke voru á skotskónum í nótt. Klich kom DC United yfir á 7.mínútu leiksins en Toronto svaraði með tveimur mörkum í seinni hálfleik og virtust vera að tryggja sér sigurinn þegar þeir komust í 2-1 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Ted Ku-Dipietro wins it for @dcunited in the 98th minute with his first-ever MLS goal. pic.twitter.com/nlOMtg1chH— Major League Soccer (@MLS) February 26, 2023 Christian Benteke jafnaði hins vegar metin á 90.mínútu og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði varamaðurinn Theodore Ku-Dipietro sigurmark DC. Guðlaugur Victor lék allan leikinn í miðri vörn DC United. Dagur Dan Þórhallsson gekk til liðs við Orlando City frá Breiðablik nú í vetur og hann kom inn sem varamaður á 78.mínútu þegar liðið vann sigur á New York Red Bulls. Úrúgvæinn Facundo Torres skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 56.mínútu. Þá kom Þorleifur Úlfarsson inn sem varamaður á 78.mínútu þegar lið hans Houston Dynamo tapaði 2-1 fyrir Cincinnati.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira