Loreen gæti snúið aftur Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 14:20 Loreen þykir afar sigurstrangleg í undankeppni Svía fyrir Eurovision. Getty/Dominik Bindl Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. Það hafa flestir heyrt lagið Euphoria með Loreen en lagið sigraði Eurovision árið 2012 í Bakú í Aserbaísjan. Lagið í rauninni ekki sigraði bara heldur rústaði keppninni og fékk 372 stig en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig. Loreen hefur áður reynt að taka aftur þátt, árið 2017. Þá söng hún lagið Statements en komst ekki áfram í úrslit Melodifestivalen sem er undankeppni Svía fyrir Eurovision. Nú er hún hins vegar mætt aftur og syngur lagið Tattoo eða Húðflúr. Í morgun birtist þrjátíu sekúnda klippa úr atriði hennar og flaug Svíþjóð upp alla lista veðbanka í kjölfar þess. Lagið þykir afar gott og flaug Svíþjóð upp í fyrsta sæti flestra veðbanka heimsins yfir sigurstranglegustu ríkin í Eurovision í ár. Á morgun keppir Loreen á fjórða undankvöldi Melodifestivalen. Komist hún áfram keppir hún í úrslitum keppninnar þann 11. mars næstkomandi. Nokkur lög eru þegar komin í úrslit þar á meðal afar vinsælt tvíeyki, Marcus og Martinus. Þeir eru norskir eineggja sem urðu gríðarlega vinsælir á samfélagsmiðlum um svipað leiti og Loreen sigraði Eurovision. Þá voru þeir einungis tíu ára gamlir. Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. 22. febrúar 2023 09:11 Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. 23. febrúar 2023 15:16 Johnny Rotten hlaut ekki náð fyrir augum Íra Johnny Rotten, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistol, mun ekki keppa fyrir hönd Íra í Eurovision í ár. Lag hans, Hawaii, tapaði fyrir hljómsveitinni Wild Youth í undankeppni Írlands í gær. 4. febrúar 2023 15:12 Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. 4. febrúar 2023 22:03 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira
Það hafa flestir heyrt lagið Euphoria með Loreen en lagið sigraði Eurovision árið 2012 í Bakú í Aserbaísjan. Lagið í rauninni ekki sigraði bara heldur rústaði keppninni og fékk 372 stig en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig. Loreen hefur áður reynt að taka aftur þátt, árið 2017. Þá söng hún lagið Statements en komst ekki áfram í úrslit Melodifestivalen sem er undankeppni Svía fyrir Eurovision. Nú er hún hins vegar mætt aftur og syngur lagið Tattoo eða Húðflúr. Í morgun birtist þrjátíu sekúnda klippa úr atriði hennar og flaug Svíþjóð upp alla lista veðbanka í kjölfar þess. Lagið þykir afar gott og flaug Svíþjóð upp í fyrsta sæti flestra veðbanka heimsins yfir sigurstranglegustu ríkin í Eurovision í ár. Á morgun keppir Loreen á fjórða undankvöldi Melodifestivalen. Komist hún áfram keppir hún í úrslitum keppninnar þann 11. mars næstkomandi. Nokkur lög eru þegar komin í úrslit þar á meðal afar vinsælt tvíeyki, Marcus og Martinus. Þeir eru norskir eineggja sem urðu gríðarlega vinsælir á samfélagsmiðlum um svipað leiti og Loreen sigraði Eurovision. Þá voru þeir einungis tíu ára gamlir.
Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. 22. febrúar 2023 09:11 Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. 23. febrúar 2023 15:16 Johnny Rotten hlaut ekki náð fyrir augum Íra Johnny Rotten, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistol, mun ekki keppa fyrir hönd Íra í Eurovision í ár. Lag hans, Hawaii, tapaði fyrir hljómsveitinni Wild Youth í undankeppni Írlands í gær. 4. febrúar 2023 15:12 Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. 4. febrúar 2023 22:03 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira
Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. 22. febrúar 2023 09:11
Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. 23. febrúar 2023 15:16
Johnny Rotten hlaut ekki náð fyrir augum Íra Johnny Rotten, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistol, mun ekki keppa fyrir hönd Íra í Eurovision í ár. Lag hans, Hawaii, tapaði fyrir hljómsveitinni Wild Youth í undankeppni Írlands í gær. 4. febrúar 2023 15:12
Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. 4. febrúar 2023 22:03