Glímdi tvisvar við fæðingarþunglyndi Máni Snær Þorláksson skrifar 23. febrúar 2023 11:09 Kylie Jenner prýðir forsíðu ítölsku útgáfu Vanity Fair í mars. Getty/MEGA Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ítölsku útgáfu Vanity Fair tímaritsins í mars. Í viðtalinu ræðir Kylie meðal annars um það að glíma við fæðingarþunglyndi. Kylie á tvö börn með rapparanum Travis Scott, dótturina Stormi Webster og soninn Aire Webster. Í viðtalinu við Vanity Fair segist hún hafa gengið í gegnum fæðingarþunglyndi eftir fæðingar þeirra beggja. „Ég hef upplifað það tvisvar. Fyrsta skiptið var mjög erfitt, seinna skiptið var viðráðanlegra,“ segir hún. Aðspurð að því hvernig hún myndi ráðleggja öðrum sem ganga í gegnum fæðingarþunglyndi segir Kylie að mikilvægt sé að ofhugsa hlutina ekki. Þá sé mikilvægt að upplifa allar tilfinningarnar til hins ýtrasta. „Vertu í augnablikinu, jafnvel þó svo að það sé sársaukafullt,“ segir hún. „Ég veit að á þessum augnablikum er eins og þetta muni aldrei hætta, að líkaminn þinn verði aldrei eins og áður, að þú verðir aldrei eins og áður. Það er ekki satt, hormónarnir og tilfinningarnar á þessu stigi eru miklu, miklu öflugri og stærri en þú. Mín ráð eru að lifa í gegnum breytingarnar án þess að óttast afleiðingarnar.“ Kim í uppáhaldi Í viðtalinu er einnig rætt um Kardashian fjölskylduna. Kylie er meðal annars spurð hver uppáhalds systir sín sé: „Það breytist með tímanum. Akkúrat núna er það Kim.“ Kim Kardashian hefur að sögn Kylie breyst mikið nýlega, það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hún er í uppáhaldi. „Við erum mjög tengdar, hún er alltaf fyrsta systirin sem ég hringi í þegar mig vantar eitthvað. Við höfum verið að ganga í gegnum mikið af svipuðum hlutum að undanförnu. Kylie segir svo að Kendall sé sú systir sem hún á minnst sameiginlegt með. „Þið vitið hvað er sagt samt? Andstæður laða að og það er þannig sem þetta virkar hjá okkur.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Kylie á tvö börn með rapparanum Travis Scott, dótturina Stormi Webster og soninn Aire Webster. Í viðtalinu við Vanity Fair segist hún hafa gengið í gegnum fæðingarþunglyndi eftir fæðingar þeirra beggja. „Ég hef upplifað það tvisvar. Fyrsta skiptið var mjög erfitt, seinna skiptið var viðráðanlegra,“ segir hún. Aðspurð að því hvernig hún myndi ráðleggja öðrum sem ganga í gegnum fæðingarþunglyndi segir Kylie að mikilvægt sé að ofhugsa hlutina ekki. Þá sé mikilvægt að upplifa allar tilfinningarnar til hins ýtrasta. „Vertu í augnablikinu, jafnvel þó svo að það sé sársaukafullt,“ segir hún. „Ég veit að á þessum augnablikum er eins og þetta muni aldrei hætta, að líkaminn þinn verði aldrei eins og áður, að þú verðir aldrei eins og áður. Það er ekki satt, hormónarnir og tilfinningarnar á þessu stigi eru miklu, miklu öflugri og stærri en þú. Mín ráð eru að lifa í gegnum breytingarnar án þess að óttast afleiðingarnar.“ Kim í uppáhaldi Í viðtalinu er einnig rætt um Kardashian fjölskylduna. Kylie er meðal annars spurð hver uppáhalds systir sín sé: „Það breytist með tímanum. Akkúrat núna er það Kim.“ Kim Kardashian hefur að sögn Kylie breyst mikið nýlega, það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hún er í uppáhaldi. „Við erum mjög tengdar, hún er alltaf fyrsta systirin sem ég hringi í þegar mig vantar eitthvað. Við höfum verið að ganga í gegnum mikið af svipuðum hlutum að undanförnu. Kylie segir svo að Kendall sé sú systir sem hún á minnst sameiginlegt með. „Þið vitið hvað er sagt samt? Andstæður laða að og það er þannig sem þetta virkar hjá okkur.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira