Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 20:01 „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ segir Alyse. Instagram Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Alyse Dietel er 29 ára gömul listakona frá San Mateo í Kaliforníu. Hún rakti söguna í færslu á Instagram á dögunum og hafa fjölmargir erlendir netmiðlar greint frá. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ ritar hún í upphafi færslunnar. Undir lok seinasta árs bauðst Alyse að koma til Íslands í tvo mánuði og sækja vinnustofu hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd ásamt fleiri listamönnum. Nýtti hún tímann þar vel og vann að teikningum sínum. Í síðasta mánuði var síðan komið að heimkomu og flaug Alyse frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Þar sem teikningarnar sem hún hafði unnið að á Íslandi voru henni dýrmætar ákvað hún að hafa þær með sér í handfarangri. Hún setti þær í pappahólk sem hún kom vandlega fyrir í farangursrýminu fyrir ofan flugvélasætið. Um var að ræða afrakstur allrar þeirra vinnu sem hún hafði unnið á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) Það var síðan ekki fyrr en hún var komin út úr flugvélinni í Danmörku að hún uppgötvaði sér til skelfingar að teikningarnar höfðu orðið eftir í vélinni. Alyse segist hafa haft samband við SAS flugfélagið og einnig sent fyrirspurn á flugvöllinn í Kaupmannahöfn, en enginn hafi getað aðstoðað hana. Í örvæntingu sinni setti hún inn færslu á Instagram. „Ég vonaði að eitthvað kraftaverk myndi leiða til þess að rétt manneskja myndi sjá færsluna og hjálpa mér.“ Klökk af þakklæti Hún segist hafa orðið vondaufari með hverjum deginum. En kvöld eitt skrifaði ókunnugur maður að nafni Irek Machal athugasemd við færsluna. Irek, sem vinnur á flugvellinum í Kaupmannahöfn, tjáði Alyse að hann myndi fara daginn eftir og reyna að hafa uppi á teikningunum innan um óskilamuni. Einnig ætlaði hann að leita til starfsmanna sem hann þekkti hjá SAS og sjá hvort þeir gætu hjálpað til við leitina. Daginn eftir sendi Irek henni mynd í gegnum Instagram, þar sem við blasti pappahólkurinn. Hann var kominn í leitinar. „Ég býst við að takmarkinu sé náð. Hvert á ég senda þetta?“ skrifaði Irek við myndina. Alyse, klökk af þakklæti, bauðst til að greiða Irek sendingarkostnaðinn. Hann afþakkaði það pent og bað hana um að láta peningana renna til góðgerðarmála í staðinn. Alyse gat þó ekki setið á sér og ákvað að senda Irek heimabakað góðgæti sem þakklætisvott. Instagram Alyse endar færsluna á því að þakka öllum þeim sem skrifuðu athugasemdir, líkuðu við og deildu upprunalegu færslunni, og stærstu þakkirnar fær að sjálfsögðu Irek Michal. „Talandi um hvunndagshetju!“ Ferðalög Danmörk Bandaríkin Myndlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Alyse Dietel er 29 ára gömul listakona frá San Mateo í Kaliforníu. Hún rakti söguna í færslu á Instagram á dögunum og hafa fjölmargir erlendir netmiðlar greint frá. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ ritar hún í upphafi færslunnar. Undir lok seinasta árs bauðst Alyse að koma til Íslands í tvo mánuði og sækja vinnustofu hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd ásamt fleiri listamönnum. Nýtti hún tímann þar vel og vann að teikningum sínum. Í síðasta mánuði var síðan komið að heimkomu og flaug Alyse frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Þar sem teikningarnar sem hún hafði unnið að á Íslandi voru henni dýrmætar ákvað hún að hafa þær með sér í handfarangri. Hún setti þær í pappahólk sem hún kom vandlega fyrir í farangursrýminu fyrir ofan flugvélasætið. Um var að ræða afrakstur allrar þeirra vinnu sem hún hafði unnið á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) Það var síðan ekki fyrr en hún var komin út úr flugvélinni í Danmörku að hún uppgötvaði sér til skelfingar að teikningarnar höfðu orðið eftir í vélinni. Alyse segist hafa haft samband við SAS flugfélagið og einnig sent fyrirspurn á flugvöllinn í Kaupmannahöfn, en enginn hafi getað aðstoðað hana. Í örvæntingu sinni setti hún inn færslu á Instagram. „Ég vonaði að eitthvað kraftaverk myndi leiða til þess að rétt manneskja myndi sjá færsluna og hjálpa mér.“ Klökk af þakklæti Hún segist hafa orðið vondaufari með hverjum deginum. En kvöld eitt skrifaði ókunnugur maður að nafni Irek Machal athugasemd við færsluna. Irek, sem vinnur á flugvellinum í Kaupmannahöfn, tjáði Alyse að hann myndi fara daginn eftir og reyna að hafa uppi á teikningunum innan um óskilamuni. Einnig ætlaði hann að leita til starfsmanna sem hann þekkti hjá SAS og sjá hvort þeir gætu hjálpað til við leitina. Daginn eftir sendi Irek henni mynd í gegnum Instagram, þar sem við blasti pappahólkurinn. Hann var kominn í leitinar. „Ég býst við að takmarkinu sé náð. Hvert á ég senda þetta?“ skrifaði Irek við myndina. Alyse, klökk af þakklæti, bauðst til að greiða Irek sendingarkostnaðinn. Hann afþakkaði það pent og bað hana um að láta peningana renna til góðgerðarmála í staðinn. Alyse gat þó ekki setið á sér og ákvað að senda Irek heimabakað góðgæti sem þakklætisvott. Instagram Alyse endar færsluna á því að þakka öllum þeim sem skrifuðu athugasemdir, líkuðu við og deildu upprunalegu færslunni, og stærstu þakkirnar fær að sjálfsögðu Irek Michal. „Talandi um hvunndagshetju!“
Ferðalög Danmörk Bandaríkin Myndlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira