Innlent

Mætti með heima­til­búið skot­vopn í skólann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er á borði lögreglu og barnaverndar.
Málið er á borði lögreglu og barnaverndar. Lundarskóli

Nemandi á unglingastigi Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi ógnandi hegðun gagnvart kennara. Lögregla var kölluð til vegna málsins.

Þetta kemur fram í tölvupósti frá Maríönnu Ragnarsdóttur skólastjóra Lundarskóla til foreldra og forráðamanna í skólanum í gær. Þar kemur fram að nemandinn sé alla jafna ljúfur einstaklingur en áhyggjur hafi sprottið vegna hegðunar hans. Lögregla hafi tekið málið að sér ásamt barnavernd.

Skólastjóri segist líta málið alvarlegum augum. Um sé að ræða viðkvæmt og persónulegt atvik sem skólayfirvöld geti ekki tjáð sig um opinberlega.

Á fimmta hundrað nemenda eru við Lundarskóla í 1. til 10. bekk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×