„Við erum að sjá að fólk er að deyja“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 20:00 Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. vísir/Arnar Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang. Í Kompás veittu þau Maríanna og Ragnar innsýn í líf heimilislausra. Þau verja sínum dögum í að ganga á milli úrræða sem þó eru ekki opin allan daginn, hanga á bókasöfnum eða annars staðar í skjóli. Bæði gagnrýndu úrræðaleysi, yfirfull neyðarskýli og skort á mannlegri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn og Samhjálp vilja opna og reka í sameigingu dagsetur og neyslurými í miðbænun fyrir karla og hafa sent sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöldum bréf þar sem óskað er eftir stuðningi við það. Foringi hjá hjálpræðishernum sem hefur sinnt heimilislausum í yfir áratug gagnrýnir seinaganginn, enda sé staðan skelfileg. „Við erum búin að upplifa erfiðasta vetur í öld og við erum líka að sjá að fólk er að deyja. Og líklegast hefðu miklu fleiri dáið ef gistiskýlin hefðu ekki verið opin. En þetta fólk þarf líka á því að halda að þau geti komist út úr gistiskýlunum,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Þar gætu menn ræktað sín áhugamál, rætt við félagsráðgjafa og neytt vímuefna í öruggu neyslurými. „Þau þurfa á mannlegri reisn að halda, þurfa að fá að halda í sína von og væntingar. Við þurfum að mæta þeim þar sem þau eru.“ Hjálparstarf kirkjunnar starfrækir svipað úrræði fyrir konur sem nefnist Skjólið en þar geta konur hvílt sig, fengið sér að borða, farið í tölvu, lesið bækur og til dæmis málað - eins og sýnt var frá í Kompás. Ingvi bætir við að þar yrði einnig hægt að grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. „Það er stundum talað um þennan glugga, að glugginn opnist hjá einstaklingi. Hann vill að honum verði hjálpað til að verða edrú. Það þarf að grípa hann á þeim tíma. Það getur líka verið gott fyrir félagsráðgjafa borgarinnar, og þá sem eru að vinna að þessum málum, að geta átt stað til að koma inn og hitta þá þar, í stað þess að boða þá til sín.“ Boltinn liggur hjá pólitíkinni Samkvæmt kostnaðarmati myndi reksturinn kosta um sjötíu til hundrað milljónir á ári, allt eftir því hvort úrræðið væri bara opið á virkum dögum eða einnig um helgar. „Boltinn liggur hjá ráðamönnum, í pólitíkinni og það er bara eitthvað sem þarf að taka á. Þau geta alveg ákveðið að koma að þessu máli og ákveðið það með einu eða tveimur pennastrikum að gera það sem gera þarf,“ segir Ingvi, sem skorar þó einnig á fleiri að láta sig málið varða. „Ég held að það sé fullt af fólki þarna sem gæti reitt fram þessa peninga. Ég skora á ykkur að koma til aðstoðar.“ Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í Kompás veittu þau Maríanna og Ragnar innsýn í líf heimilislausra. Þau verja sínum dögum í að ganga á milli úrræða sem þó eru ekki opin allan daginn, hanga á bókasöfnum eða annars staðar í skjóli. Bæði gagnrýndu úrræðaleysi, yfirfull neyðarskýli og skort á mannlegri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn og Samhjálp vilja opna og reka í sameigingu dagsetur og neyslurými í miðbænun fyrir karla og hafa sent sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöldum bréf þar sem óskað er eftir stuðningi við það. Foringi hjá hjálpræðishernum sem hefur sinnt heimilislausum í yfir áratug gagnrýnir seinaganginn, enda sé staðan skelfileg. „Við erum búin að upplifa erfiðasta vetur í öld og við erum líka að sjá að fólk er að deyja. Og líklegast hefðu miklu fleiri dáið ef gistiskýlin hefðu ekki verið opin. En þetta fólk þarf líka á því að halda að þau geti komist út úr gistiskýlunum,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Þar gætu menn ræktað sín áhugamál, rætt við félagsráðgjafa og neytt vímuefna í öruggu neyslurými. „Þau þurfa á mannlegri reisn að halda, þurfa að fá að halda í sína von og væntingar. Við þurfum að mæta þeim þar sem þau eru.“ Hjálparstarf kirkjunnar starfrækir svipað úrræði fyrir konur sem nefnist Skjólið en þar geta konur hvílt sig, fengið sér að borða, farið í tölvu, lesið bækur og til dæmis málað - eins og sýnt var frá í Kompás. Ingvi bætir við að þar yrði einnig hægt að grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. „Það er stundum talað um þennan glugga, að glugginn opnist hjá einstaklingi. Hann vill að honum verði hjálpað til að verða edrú. Það þarf að grípa hann á þeim tíma. Það getur líka verið gott fyrir félagsráðgjafa borgarinnar, og þá sem eru að vinna að þessum málum, að geta átt stað til að koma inn og hitta þá þar, í stað þess að boða þá til sín.“ Boltinn liggur hjá pólitíkinni Samkvæmt kostnaðarmati myndi reksturinn kosta um sjötíu til hundrað milljónir á ári, allt eftir því hvort úrræðið væri bara opið á virkum dögum eða einnig um helgar. „Boltinn liggur hjá ráðamönnum, í pólitíkinni og það er bara eitthvað sem þarf að taka á. Þau geta alveg ákveðið að koma að þessu máli og ákveðið það með einu eða tveimur pennastrikum að gera það sem gera þarf,“ segir Ingvi, sem skorar þó einnig á fleiri að láta sig málið varða. „Ég held að það sé fullt af fólki þarna sem gæti reitt fram þessa peninga. Ég skora á ykkur að koma til aðstoðar.“
Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira