Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. febrúar 2023 12:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það vera hörmulegt að verða vitni að þeirri vanstillingu sem gripið hefur um sig í forystu SA. „Þau vilja frekar en að ná sanngjörnum og hófstilltum kjarasamningum við Eflingu fara í stríð við 20.609 einstaklinga Eflingarfólks sem halda hér öllu gangandi með vinnu sinni. Það er ekkert minna en magnað að upplifa slíka forherðingu,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vita hvernig samtökin ætli að útfæra hlutina verði verkbannið samþykkt. Aðspurð hvort hún telji að það verði samþykkt segist hún ekki getað svarað því. „Hvernig þeir sjá fyrir sér að yfirmenn á vinnustöðum útskýri þetta viðbjóðslega framferði fyrir starfsfólki sínu. Það er áhugavert að reyna að sjá það fyrir sér,“ segir Sólveig. Um helgina funduðu fulltrúar SA og Eflingar í húsakynjum ríkissáttasemjara en í gær var tilkynnt að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Sólveig segir að fulltrúar Eflingar hafi mætt með ríkulegan samningsvilja og afar lausnarmiðuð. „Við vorum að vinna hugmyndir okkar innan ramma kostnaðar SA við önnur félög sem samningar hafa náðst við. Við höfum fallið frá framfærsluuppbótinni og vorum að ræða breytingar á launatöflum. Við vorum að ræða ívilnanir til SA til þess að geta gengið frá samningi. Hlutirnir voru að mjakast, vissulega hægt, en þó var raunveruleg hreyfing í samtalinu. Svo skyndilega stoppaði sú hreyfing mjög harkalega,“ segir Sólveig. Hún segir að síðasta tilboð SA hafi verið að fyrsta árið í launatöflunni myndi fá umframhækkanir upp á tvö þúsund krónur miðað við SGS-samninginn. Til að greiða þær hækkanir yrði þá fimmta árið í launatöflunni að fá fjögur þúsund króna lægri hækkun. „Og ekkert fleira. Þarna er augljóst að það er enginn samningsvilji til staðar hjá SA. Þá fer sem fer,“ segir Sólveig. Nú fer fram atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun meðal starfsmanna hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Henni lýkur í kvöld klukkan sex en Sólveig segist telja það líklegt að sú verkfallsboðun verði samþykkt. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það vera hörmulegt að verða vitni að þeirri vanstillingu sem gripið hefur um sig í forystu SA. „Þau vilja frekar en að ná sanngjörnum og hófstilltum kjarasamningum við Eflingu fara í stríð við 20.609 einstaklinga Eflingarfólks sem halda hér öllu gangandi með vinnu sinni. Það er ekkert minna en magnað að upplifa slíka forherðingu,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vita hvernig samtökin ætli að útfæra hlutina verði verkbannið samþykkt. Aðspurð hvort hún telji að það verði samþykkt segist hún ekki getað svarað því. „Hvernig þeir sjá fyrir sér að yfirmenn á vinnustöðum útskýri þetta viðbjóðslega framferði fyrir starfsfólki sínu. Það er áhugavert að reyna að sjá það fyrir sér,“ segir Sólveig. Um helgina funduðu fulltrúar SA og Eflingar í húsakynjum ríkissáttasemjara en í gær var tilkynnt að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Sólveig segir að fulltrúar Eflingar hafi mætt með ríkulegan samningsvilja og afar lausnarmiðuð. „Við vorum að vinna hugmyndir okkar innan ramma kostnaðar SA við önnur félög sem samningar hafa náðst við. Við höfum fallið frá framfærsluuppbótinni og vorum að ræða breytingar á launatöflum. Við vorum að ræða ívilnanir til SA til þess að geta gengið frá samningi. Hlutirnir voru að mjakast, vissulega hægt, en þó var raunveruleg hreyfing í samtalinu. Svo skyndilega stoppaði sú hreyfing mjög harkalega,“ segir Sólveig. Hún segir að síðasta tilboð SA hafi verið að fyrsta árið í launatöflunni myndi fá umframhækkanir upp á tvö þúsund krónur miðað við SGS-samninginn. Til að greiða þær hækkanir yrði þá fimmta árið í launatöflunni að fá fjögur þúsund króna lægri hækkun. „Og ekkert fleira. Þarna er augljóst að það er enginn samningsvilji til staðar hjá SA. Þá fer sem fer,“ segir Sólveig. Nú fer fram atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun meðal starfsmanna hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Henni lýkur í kvöld klukkan sex en Sólveig segist telja það líklegt að sú verkfallsboðun verði samþykkt.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira