Viðræðum slitið án samnings: Efling segir SA hafa siglt viðræðunum í strand Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 17:12 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi bílstjórum og hótelstarfsfólki skilaboð í dag og sagði þeim að undirbúa sig fyrir verkfall. Vísir/Vilhelm Viðræðum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið slitið. Verkfall hefst aftur í kvöld en samninganefnd Eflingar sakar SA um að sigla viðræðunum í strand. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu um helgina með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara. Ástráður sagði við fréttafólk fyrr í dag að reynt hefði verið til þrautar að ná saman um launatöflur sem hefðu getað hentað fyrir þetta svæði. Of mikið hefði borið á milli og því væri ekki ástæða til að halda viðræðunum áfram. Hann sagðist ekki sjá ástæðu að svo stöddu til að boða til nýs fundar. Ástráður sagðist þó ætla að reyna að nýta hvert tækifæri sem gæfist til að koma viðræðum af stað aftur. Hann sagði að samningarnir sem SA hefði þegar gert á almennum vinnumarkaði hefðu ekki hentað samningsumhverfi Eflingar. Ástráður sagði tilraun hafa verið gerða til að finna einhvers konar útfærslu, sem að mati Eflingar væri ásættanleg, og væri innan þess ramma sem SA teldu sig skuldbundin gagnvart öðrum viðsemjendum á almennum vinnumarkaði. „Þessi flötur fannst bara ekki.“ Segja SA óviljug til að koma til móts við Eflingu Í tilkynningu frá Eflingu er samninganefnd SA sökuð um að sigla viðræðunum í strand og segir að samtökin hafi reynst óviljug til að koma til móts við Eflingu. Jafnvel þó kröfurnar væru innan þess ramma sem þegar hafi verið samið um við önnur stéttarfélög. Vel hafi gengið á föstudag og laugardag en blaðinu hafi verið snúið við í dag. Í yfirlýsingunni segir einnig að SA hafi gengið á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.” Verkfallsaðgerðir félagsfólks í Eflingu á Íslandshótelum, Berjaya hótelkeðjunni, Edition hótelinu og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi hefjast að nýju á miðnætti í kvöld. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33 „Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu um helgina með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara. Ástráður sagði við fréttafólk fyrr í dag að reynt hefði verið til þrautar að ná saman um launatöflur sem hefðu getað hentað fyrir þetta svæði. Of mikið hefði borið á milli og því væri ekki ástæða til að halda viðræðunum áfram. Hann sagðist ekki sjá ástæðu að svo stöddu til að boða til nýs fundar. Ástráður sagðist þó ætla að reyna að nýta hvert tækifæri sem gæfist til að koma viðræðum af stað aftur. Hann sagði að samningarnir sem SA hefði þegar gert á almennum vinnumarkaði hefðu ekki hentað samningsumhverfi Eflingar. Ástráður sagði tilraun hafa verið gerða til að finna einhvers konar útfærslu, sem að mati Eflingar væri ásættanleg, og væri innan þess ramma sem SA teldu sig skuldbundin gagnvart öðrum viðsemjendum á almennum vinnumarkaði. „Þessi flötur fannst bara ekki.“ Segja SA óviljug til að koma til móts við Eflingu Í tilkynningu frá Eflingu er samninganefnd SA sökuð um að sigla viðræðunum í strand og segir að samtökin hafi reynst óviljug til að koma til móts við Eflingu. Jafnvel þó kröfurnar væru innan þess ramma sem þegar hafi verið samið um við önnur stéttarfélög. Vel hafi gengið á föstudag og laugardag en blaðinu hafi verið snúið við í dag. Í yfirlýsingunni segir einnig að SA hafi gengið á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.” Verkfallsaðgerðir félagsfólks í Eflingu á Íslandshótelum, Berjaya hótelkeðjunni, Edition hótelinu og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi hefjast að nýju á miðnætti í kvöld.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33 „Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33
„Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55