Viðræðum slitið án samnings: Efling segir SA hafa siglt viðræðunum í strand Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 17:12 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi bílstjórum og hótelstarfsfólki skilaboð í dag og sagði þeim að undirbúa sig fyrir verkfall. Vísir/Vilhelm Viðræðum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið slitið. Verkfall hefst aftur í kvöld en samninganefnd Eflingar sakar SA um að sigla viðræðunum í strand. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu um helgina með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara. Ástráður sagði við fréttafólk fyrr í dag að reynt hefði verið til þrautar að ná saman um launatöflur sem hefðu getað hentað fyrir þetta svæði. Of mikið hefði borið á milli og því væri ekki ástæða til að halda viðræðunum áfram. Hann sagðist ekki sjá ástæðu að svo stöddu til að boða til nýs fundar. Ástráður sagðist þó ætla að reyna að nýta hvert tækifæri sem gæfist til að koma viðræðum af stað aftur. Hann sagði að samningarnir sem SA hefði þegar gert á almennum vinnumarkaði hefðu ekki hentað samningsumhverfi Eflingar. Ástráður sagði tilraun hafa verið gerða til að finna einhvers konar útfærslu, sem að mati Eflingar væri ásættanleg, og væri innan þess ramma sem SA teldu sig skuldbundin gagnvart öðrum viðsemjendum á almennum vinnumarkaði. „Þessi flötur fannst bara ekki.“ Segja SA óviljug til að koma til móts við Eflingu Í tilkynningu frá Eflingu er samninganefnd SA sökuð um að sigla viðræðunum í strand og segir að samtökin hafi reynst óviljug til að koma til móts við Eflingu. Jafnvel þó kröfurnar væru innan þess ramma sem þegar hafi verið samið um við önnur stéttarfélög. Vel hafi gengið á föstudag og laugardag en blaðinu hafi verið snúið við í dag. Í yfirlýsingunni segir einnig að SA hafi gengið á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.” Verkfallsaðgerðir félagsfólks í Eflingu á Íslandshótelum, Berjaya hótelkeðjunni, Edition hótelinu og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi hefjast að nýju á miðnætti í kvöld. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33 „Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu um helgina með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara. Ástráður sagði við fréttafólk fyrr í dag að reynt hefði verið til þrautar að ná saman um launatöflur sem hefðu getað hentað fyrir þetta svæði. Of mikið hefði borið á milli og því væri ekki ástæða til að halda viðræðunum áfram. Hann sagðist ekki sjá ástæðu að svo stöddu til að boða til nýs fundar. Ástráður sagðist þó ætla að reyna að nýta hvert tækifæri sem gæfist til að koma viðræðum af stað aftur. Hann sagði að samningarnir sem SA hefði þegar gert á almennum vinnumarkaði hefðu ekki hentað samningsumhverfi Eflingar. Ástráður sagði tilraun hafa verið gerða til að finna einhvers konar útfærslu, sem að mati Eflingar væri ásættanleg, og væri innan þess ramma sem SA teldu sig skuldbundin gagnvart öðrum viðsemjendum á almennum vinnumarkaði. „Þessi flötur fannst bara ekki.“ Segja SA óviljug til að koma til móts við Eflingu Í tilkynningu frá Eflingu er samninganefnd SA sökuð um að sigla viðræðunum í strand og segir að samtökin hafi reynst óviljug til að koma til móts við Eflingu. Jafnvel þó kröfurnar væru innan þess ramma sem þegar hafi verið samið um við önnur stéttarfélög. Vel hafi gengið á föstudag og laugardag en blaðinu hafi verið snúið við í dag. Í yfirlýsingunni segir einnig að SA hafi gengið á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.” Verkfallsaðgerðir félagsfólks í Eflingu á Íslandshótelum, Berjaya hótelkeðjunni, Edition hótelinu og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi hefjast að nýju á miðnætti í kvöld.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33 „Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33
„Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55