Umdeildir launasamningar Haraldar standa Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2023 14:09 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ákvað um mitt ár 2020 að vinda ofan af samningunum sem forveri hennar í embætti gerði við yfirlögregluþjónana árið 2019. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Héraðsdómur dæmdi í málum yfirlögregluþjónanna fjögurra – þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar – í október 2021. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann lét af embætti í mars 2020. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, fékk hann til starfa í ráðuneyti sínu.Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók svo við embætti ríkislögreglustjóra af Haraldi Johannessen í mars 2020 og fékk skömmu síðar lögfræðiálit um að forveri hennar í embætti hafi ekki haft heimild til að semja við yfirlögregluþjónana og aðstoðaryfirlögregluþjónana um umræddar kjarabætur. Sigríður Björk ákvað í kjölfarið að vinda ofan af samningunum og ákváðu þeir Árni Elías, Ásgeir, Óskar og Guðmundur Ómar þá að fara fram á staðið yrði við gerða samninga og stefndu embættinu. Alls leiddi samkomulag ríkislögreglustjóra frá 26. ágúst 2019, það er samkomulag Haraldar við lögreglumennina, til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem var um 55 prósenta hlutfallsleg hækkun. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Tengdar fréttir Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Héraðsdómur dæmdi í málum yfirlögregluþjónanna fjögurra – þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar – í október 2021. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Hann lét af embætti í mars 2020. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, fékk hann til starfa í ráðuneyti sínu.Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók svo við embætti ríkislögreglustjóra af Haraldi Johannessen í mars 2020 og fékk skömmu síðar lögfræðiálit um að forveri hennar í embætti hafi ekki haft heimild til að semja við yfirlögregluþjónana og aðstoðaryfirlögregluþjónana um umræddar kjarabætur. Sigríður Björk ákvað í kjölfarið að vinda ofan af samningunum og ákváðu þeir Árni Elías, Ásgeir, Óskar og Guðmundur Ómar þá að fara fram á staðið yrði við gerða samninga og stefndu embættinu. Alls leiddi samkomulag ríkislögreglustjóra frá 26. ágúst 2019, það er samkomulag Haraldar við lögreglumennina, til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem var um 55 prósenta hlutfallsleg hækkun.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Tengdar fréttir Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40
Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur. 21. nóvember 2020 10:14