Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2023 08:00 Sanna Magdalena er ekki hissa á hvernig málin standa, en segir stöðuna engu að síður ólíðandi. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. Á sunnudag birti fréttastofa viðtal við Pétur Geir Óskarsson, sem er búsettur í einu af smáhýsum Reykjavíkurborgar úti á Granda. Hýsin eru húsnæðisúrræði fyrir fólk sem annars ætti ekki í önnur hús að venda. Pétur Geir lýsti afar slæmum aðstæðum í smáhýsunum. Meðal annars nístingskulda sem herjað hafði á íbúa í vetur, sem og miklum ágangi óboðinna gesta sem jafnvel hefðu hrakið fólk af heimilum sínum. Hann sagðist hafa hætt að borga leigu um tíma, til að láta í ljós óánægju sína með ástandið. Leigan er 87 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem 10 þúsund króna húsgjald leggst ofan á það. Hér að neðan má sjá viðtalið við Pétur Geir. Tvíþætt vandamál Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hvernig í pottinn er búið. Á Facebook-síðu sinni bendir hún á að fermetraverð fyrir smáhýsin sé 3.900 krónur, sem sé nokkuð yfir meðalverði á litlum íbúðum í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu segir hún ljóst að mikilla úrbóta sé þörf. „Þarna eru manneskjur sem eru oft að koma úr viðkvæmri stöðu, þannig að það er náttúrulega mjög sláandi að sjá að fermetraverðið sé svona hátt og að fólk sé komið í skjól sem síðan er ekkert skjól. Af því að, eins og íbúar hafa verið að benda á, þá er ekki verið að bregðast við erindum þeirra og þau eru einmitt að kalla eftir því að það verði ýmislegt lagað, það hefur ekki verið gert. Það er bara ömurlegt að heyra þetta, að það sé verið að borga þetta háa leigu, sem nær samt ekki einu sinni að dekka hita og þessa grunnþætti sem við þurfum til að hafa okkar heimili í lagi,“ segir Sanna Magdalena. Vandinn felist þannig bæði í háu leiguverði miðað við það sem gengur og gerist, en einnig hve illa sé brugðist við umkvörtunum íbúa. Þá segist hún hafa heyrt af því að aðrir leigjendur hjá Félagsbústöðum glími einnig við að erindum sé sinnt seint og illa. „Þetta er bara eitthvað sem þarf að laga algjörlega og bregðast við, þannig að fólk sé ekki að bíða eftir einhverju. Það þarf að passa að heimilið sé í lagi.“ Ekki hissa heldur vonsvikin Sanna verður á fundi velferðarráðs borgarinnar í dag og segist stefna á að taka málið upp þar, annað hvort með tillögum til úrbóta eða fyrirspurn sem geti varpað betra ljósi á þessi mál. „Maður heldur alltaf að svona hlutir séu í lagi, en það er augljóslega ekki svo,“ segir Sanna Magdalena. Þrátt fyrir það segir hún málið ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Við höfum verið að heyra sögur, trekk í trekk, um hvað það er margt í ólagi hjá borginni. Þannig að ég verð í raun ekki hissa, heldur verð ég alltaf fyrir mjög miklum vonbrigðum með að það sé alltaf eitthvað í ólagi. Við höfum heyrt mikið af því varðandi húsnæði og samskipti við borgina.“ Hún vonar að hægt verði að búa þannig um hnútana að brugðist verði betur og hraðar við ábendingum fólks. „Það þarf greinilega að stafa hluti ofan í þau sem bera ábyrgð á þessu og segja: Ef það kemur ábending um að íbúð sé hitalaus, þá verður brugðist við því samdægurs. Það sé bara skýrt að brugðist sé strax við ábendingum frá leigjanda. Ekki í vikunni, í mánuðinum eða segja bara: Móttekið. Heldur sé bara skýrt hvað eigi að gera þegar ábendingar koma fram,“ segir Sanna Magdalena. Hún er bjartsýn á að hægt sé að knýja á um breytingar í málaflokkinum. „Nú er þetta komið fram á yfirborðið og ég er bara þakklát þeim sem steig fram og lýsti þessu. Þannig að ég held í vonina um að héðan liggi leiðin bara upp á við,“ sagði Sanna Magdalena. Félagsmál Reykjavík Málefni heimilislausra Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Á sunnudag birti fréttastofa viðtal við Pétur Geir Óskarsson, sem er búsettur í einu af smáhýsum Reykjavíkurborgar úti á Granda. Hýsin eru húsnæðisúrræði fyrir fólk sem annars ætti ekki í önnur hús að venda. Pétur Geir lýsti afar slæmum aðstæðum í smáhýsunum. Meðal annars nístingskulda sem herjað hafði á íbúa í vetur, sem og miklum ágangi óboðinna gesta sem jafnvel hefðu hrakið fólk af heimilum sínum. Hann sagðist hafa hætt að borga leigu um tíma, til að láta í ljós óánægju sína með ástandið. Leigan er 87 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem 10 þúsund króna húsgjald leggst ofan á það. Hér að neðan má sjá viðtalið við Pétur Geir. Tvíþætt vandamál Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hvernig í pottinn er búið. Á Facebook-síðu sinni bendir hún á að fermetraverð fyrir smáhýsin sé 3.900 krónur, sem sé nokkuð yfir meðalverði á litlum íbúðum í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu segir hún ljóst að mikilla úrbóta sé þörf. „Þarna eru manneskjur sem eru oft að koma úr viðkvæmri stöðu, þannig að það er náttúrulega mjög sláandi að sjá að fermetraverðið sé svona hátt og að fólk sé komið í skjól sem síðan er ekkert skjól. Af því að, eins og íbúar hafa verið að benda á, þá er ekki verið að bregðast við erindum þeirra og þau eru einmitt að kalla eftir því að það verði ýmislegt lagað, það hefur ekki verið gert. Það er bara ömurlegt að heyra þetta, að það sé verið að borga þetta háa leigu, sem nær samt ekki einu sinni að dekka hita og þessa grunnþætti sem við þurfum til að hafa okkar heimili í lagi,“ segir Sanna Magdalena. Vandinn felist þannig bæði í háu leiguverði miðað við það sem gengur og gerist, en einnig hve illa sé brugðist við umkvörtunum íbúa. Þá segist hún hafa heyrt af því að aðrir leigjendur hjá Félagsbústöðum glími einnig við að erindum sé sinnt seint og illa. „Þetta er bara eitthvað sem þarf að laga algjörlega og bregðast við, þannig að fólk sé ekki að bíða eftir einhverju. Það þarf að passa að heimilið sé í lagi.“ Ekki hissa heldur vonsvikin Sanna verður á fundi velferðarráðs borgarinnar í dag og segist stefna á að taka málið upp þar, annað hvort með tillögum til úrbóta eða fyrirspurn sem geti varpað betra ljósi á þessi mál. „Maður heldur alltaf að svona hlutir séu í lagi, en það er augljóslega ekki svo,“ segir Sanna Magdalena. Þrátt fyrir það segir hún málið ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Við höfum verið að heyra sögur, trekk í trekk, um hvað það er margt í ólagi hjá borginni. Þannig að ég verð í raun ekki hissa, heldur verð ég alltaf fyrir mjög miklum vonbrigðum með að það sé alltaf eitthvað í ólagi. Við höfum heyrt mikið af því varðandi húsnæði og samskipti við borgina.“ Hún vonar að hægt verði að búa þannig um hnútana að brugðist verði betur og hraðar við ábendingum fólks. „Það þarf greinilega að stafa hluti ofan í þau sem bera ábyrgð á þessu og segja: Ef það kemur ábending um að íbúð sé hitalaus, þá verður brugðist við því samdægurs. Það sé bara skýrt að brugðist sé strax við ábendingum frá leigjanda. Ekki í vikunni, í mánuðinum eða segja bara: Móttekið. Heldur sé bara skýrt hvað eigi að gera þegar ábendingar koma fram,“ segir Sanna Magdalena. Hún er bjartsýn á að hægt sé að knýja á um breytingar í málaflokkinum. „Nú er þetta komið fram á yfirborðið og ég er bara þakklát þeim sem steig fram og lýsti þessu. Þannig að ég held í vonina um að héðan liggi leiðin bara upp á við,“ sagði Sanna Magdalena.
Félagsmál Reykjavík Málefni heimilislausra Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira