Fjórir í gæsluvarðhaldi grunaðir um framleiðslu og sölu amfetamíns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 13:34 Fimm voru handteknir og fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Vísir/vilhelm Fjórir eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við fund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á miklu magni fíkniefna við húsleitir í síðustu viku. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að fimm hafi verið handteknir í þessum aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi en fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Tilkynning þess efnis barst frá lögreglunni klukkan 13:30 eftir hádegi í dag. Þar segir að við húsleitirnar hafi fundist sjö kíló af amfetamíni og um 40 kíló af maríjúana, auk annarra fíkniefna og frammistöðubætandi efna, eða stera. Mennirnir fjórir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 16. febrúar í þágu rannsóknarinnar, sem hafi staðið yfir undanfarnar vikur. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að framleiðslu fíkniefna sem og sölu og dreifingu þeirra. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild sagðist í samtali við Vísi engar frekari upplýsingar um málið geta veitt að svo stöddu. Þungir dómar hafa fallið undanfarin misseri vegna innflutnings og/eða framleiðslu á amfetamíni. Í október féllu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í saltdreifaramálinu svokallaða. Fimm voru sakfelldir í málinu, tveir dæmdir í tólf ára fangelsi, tveir í tíu ára fangelsi og einn í tveggja ára fangelsi. Þá voru þrír karlmenn dæmdir í sex og fimm ára fangelsi í Landsrétti sumarið 2020 fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Lögreglumál Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Tilkynning þess efnis barst frá lögreglunni klukkan 13:30 eftir hádegi í dag. Þar segir að við húsleitirnar hafi fundist sjö kíló af amfetamíni og um 40 kíló af maríjúana, auk annarra fíkniefna og frammistöðubætandi efna, eða stera. Mennirnir fjórir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 16. febrúar í þágu rannsóknarinnar, sem hafi staðið yfir undanfarnar vikur. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að framleiðslu fíkniefna sem og sölu og dreifingu þeirra. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild sagðist í samtali við Vísi engar frekari upplýsingar um málið geta veitt að svo stöddu. Þungir dómar hafa fallið undanfarin misseri vegna innflutnings og/eða framleiðslu á amfetamíni. Í október féllu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í saltdreifaramálinu svokallaða. Fimm voru sakfelldir í málinu, tveir dæmdir í tólf ára fangelsi, tveir í tíu ára fangelsi og einn í tveggja ára fangelsi. Þá voru þrír karlmenn dæmdir í sex og fimm ára fangelsi í Landsrétti sumarið 2020 fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði.
Lögreglumál Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira