„Ótrúlega mikið af skemmdum út um allt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. febrúar 2023 13:00 Staðan var einna verst í kringum Búðardal í gær, þar sem gríðarlegt vatn var á ferð og ræsi stífluðust meðal annars eftir aurskriður. Aðsend/Dóróthea Sigríður Gríðarlegar skemmdir eru á vegum víða um land eftir vatnavextina í gær. Staðan er verst á vesturhluta landsins en menn þar höfðu sjaldan séð annað eins. Tjón Vegagerðarinnar hleypur líklegast á tugum milljóna en hvað vegfarendur varðar fá þeir tjón ekki bætt ef varað hefur verið við skemmdum. Viðbúið er að viðgerðir taki nokkurn tíma. Nokkrir vegir voru ófærir í gær og þeim lokað vegna vatnavaxta og er til að mynda Skeiða- og Hrunamannavegur við Stóru Laxá enn lokaður. Þá hefur verið varað við brotholum í malbiki vegna leysinga, meðal annars á Hellisheiði og víða á Vesturlandi og Suðurlandi auk þess sem vatnsskemmdir eru á vegum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Greint var þá frá því í kvöldfréttum í gær að á Vestfjörðum hafi aðalgötunni til að mynda verið lokað á Tálknafirði, í Borgarfirði voru vegir víða umflotnir og í Reykjavík voru flóð á vatnasviði Elliðaánna. Einnig féllu aurskriður og krapaflóð víða. G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar, segir stöðuna versta á Vesturlandi, sérstaklega í kringum Búðardal. Um hafi verið að ræða gríðarlegt magn vatns og þeirra menn sjaldan séð annað eins. „Það eru bara skemmdir mjög víða, það eru ekki stórkostlega miklar skemmdir á hverjum stað en það er ótrúlega mikið af skemmdum út um allt. Það hafa farið ræsi að einhverju marki sem að þarf að skipta um, það eru skemmdir á klæðningunni, úrrennsli og brotholur og svo framvegis,“ segir G. Pétur. Töluvert tjón og viðbúið að viðgerðir taki tíma Að því er kemur fram í athugasemdum sérfræðings á vef Veðurstofunnar fer vatnshæð víðast hvar lækkandi núna eftir leysingar gærdagsins en fólk er áfram beðið um að sýna aðgát við ár og læki. Varhugavert er áfram á vegum á stöku stað, helst á minni vegum, en allir stórir vegir eru opnir og færir. Fólk þarf þó að fara varlega vegna skemmda. „Vegagerðin bætir ekki tjónið ef við vitum ekki af holunni en ef við vitum af holunni og höfum ekki brugðist við, annað hvort með því að gera við eða vara við holunni, þá er Vegagerðin bótaskyld. En í þessu tilviki erum við búin að merkja og vara við þessum brotholum,“ segir G. Pétur og þurfa vegfarendur því að fylgjast vel með áður en þeir halda af stað. Viðbúið er að viðgerðir muni taka einhvern tíma, bæði til bráðabirgða og lengri tíma, en allir starfsmenn eru nú að störfum. Út frá þeim skemmdum sem þegar blasa við er ljóst að tjónið fyrir Vegagerðina er mikið. „Þetta er töluvert tjón, það er alveg ljóst, og hleypur á einhverjum tugum milljóna örugglega,“ segir G. Pétur. „Það kemur ekki alveg í ljós fyrr en frá líður raunverulega hversu mikið tjónið er því það getur leynst víðar og tekið tíma að finna út úr því.“ Færð á vegum Veður Dalabyggð Vegagerð Tengdar fréttir Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag. 14. febrúar 2023 07:02 Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15 Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42 Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Nokkrir vegir voru ófærir í gær og þeim lokað vegna vatnavaxta og er til að mynda Skeiða- og Hrunamannavegur við Stóru Laxá enn lokaður. Þá hefur verið varað við brotholum í malbiki vegna leysinga, meðal annars á Hellisheiði og víða á Vesturlandi og Suðurlandi auk þess sem vatnsskemmdir eru á vegum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Greint var þá frá því í kvöldfréttum í gær að á Vestfjörðum hafi aðalgötunni til að mynda verið lokað á Tálknafirði, í Borgarfirði voru vegir víða umflotnir og í Reykjavík voru flóð á vatnasviði Elliðaánna. Einnig féllu aurskriður og krapaflóð víða. G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar, segir stöðuna versta á Vesturlandi, sérstaklega í kringum Búðardal. Um hafi verið að ræða gríðarlegt magn vatns og þeirra menn sjaldan séð annað eins. „Það eru bara skemmdir mjög víða, það eru ekki stórkostlega miklar skemmdir á hverjum stað en það er ótrúlega mikið af skemmdum út um allt. Það hafa farið ræsi að einhverju marki sem að þarf að skipta um, það eru skemmdir á klæðningunni, úrrennsli og brotholur og svo framvegis,“ segir G. Pétur. Töluvert tjón og viðbúið að viðgerðir taki tíma Að því er kemur fram í athugasemdum sérfræðings á vef Veðurstofunnar fer vatnshæð víðast hvar lækkandi núna eftir leysingar gærdagsins en fólk er áfram beðið um að sýna aðgát við ár og læki. Varhugavert er áfram á vegum á stöku stað, helst á minni vegum, en allir stórir vegir eru opnir og færir. Fólk þarf þó að fara varlega vegna skemmda. „Vegagerðin bætir ekki tjónið ef við vitum ekki af holunni en ef við vitum af holunni og höfum ekki brugðist við, annað hvort með því að gera við eða vara við holunni, þá er Vegagerðin bótaskyld. En í þessu tilviki erum við búin að merkja og vara við þessum brotholum,“ segir G. Pétur og þurfa vegfarendur því að fylgjast vel með áður en þeir halda af stað. Viðbúið er að viðgerðir muni taka einhvern tíma, bæði til bráðabirgða og lengri tíma, en allir starfsmenn eru nú að störfum. Út frá þeim skemmdum sem þegar blasa við er ljóst að tjónið fyrir Vegagerðina er mikið. „Þetta er töluvert tjón, það er alveg ljóst, og hleypur á einhverjum tugum milljóna örugglega,“ segir G. Pétur. „Það kemur ekki alveg í ljós fyrr en frá líður raunverulega hversu mikið tjónið er því það getur leynst víðar og tekið tíma að finna út úr því.“
Færð á vegum Veður Dalabyggð Vegagerð Tengdar fréttir Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag. 14. febrúar 2023 07:02 Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15 Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42 Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag. 14. febrúar 2023 07:02
Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11
Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15
Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42
Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51