Innlent

Ekki jafn mikið rennsli í Elliða­ám í mörg ár

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árnar hafa flætt yfir bakka sína.
Árnar hafa flætt yfir bakka sína. Svava Björk Þorláksdóttir

Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 

Þetta kemur fram í færslu á vef Veðurstofunnar. Árnar hafa flætt yfir bakka sína og er fólki ráðlagt að hafa varann á hyggist það heimsækja Elliðaárdal. 

Fremur hlýtt var í dag miðað við síðustu vikur, fimm til tíu stiga hiti á höfuðborgarsvæðinu. Í nótt er spáð dálitlu éli og fer hitinn niður í núll til sex stig. 

Vatnsstaða í mörgum ám á landinu hefur hækkað töluvert í dag, til að mynda í Norðurá, Hvítá í Borgarfirði, Straumfjarðará og Stóru-Laxá. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×