Innlent

Undan­þágu­nefnd átt ó­form­leg sam­töl við lög­reglu, slökkvi­lið og Vega­gerðina

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er jafnframt formaður undanþágunefndar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er jafnframt formaður undanþágunefndar. Vísir/Arnar

Undanþágunefnd Eflingar hefur átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar vegna boðaðra verkfallsaðgerða í olíudreifingu. Formaður nefndarinnar er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 

Fram kemur í tilkynningu á vef Eflingar að undanþágunefnd hafi verið kölluð saman vegna verkfallsaðgerða hjá bifreiðastjórum og í olíudreifingu sem hefjast á hádegi á morgun, 15. febrúar. Nefndin hafi það verkefni að veita undanþágur frá verkfalli til að tryggja almannaöryggi. 

Félaginu hafi borist fjöldi undanþágubeiðna og hafi móttaka þeirra verið staðfest jafnóðum. Afgreiðsla þeirra hefjist í dag, 14. febrúar og muni umsækjendum berast svör svo fljótt sem auðið er. 

„Félagið hefur þegar átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðarinnar og bendir allt til góðs samstarfs við þessa aðila um veitingu og framkvæmd undanþága,“ segir í tilkynningunni.

Undanþágundnefdin er skipuð fulltrúum úr samninganefnd félagsins og formaðurinn er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 


Tengdar fréttir

Út­færsla á at­kvæða­greiðslu um miðlunar­til­lögu

Kjaradeila Eflingar og SA hefur líklega ekki farið fram hjá neinum undanfarnar vikur og má gera ráð fyrir því að hún sé vinsælt umræðuefni á kaffistofum landsins. Formaður Eflingar barði sér reglulega á brjóst fyrir skömmu að vera lýðræðislega kjörin og hélt greinilega mikið upp á lýðræðið þangað til nýlega.

Guð­mundur verður við beiðni Aðal­steins

Vinnumarkaðsráðherra hefur samþykkt beiðni ríkissáttasemjara um að hann stígi til hliðar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tilnefndur verður aðstoðarsáttasemjari sem mun vinna að lausn deilunnar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×