Innlent

Agl, Blom, Výrin, Ganna og Jóga færð í manna­nafna­skrá

Atli Ísleifsson skrifar
Börn að leik á ærslabelg við Gerðasafn Kópavogi síðasta sumar.
Börn að leik á ærslabelg við Gerðasafn Kópavogi síðasta sumar. Vísir/Vilhelm

Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um eiginnöfnin Agl, Výrin og Blom og fært nöfnin á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.

Frá þessu segir í úrskurðum nefndarinnar frá fundi hennar í síðustu viku.

Nefndin samþykkti einnig beiðnir um eiginnöfnin Aisha (kvk.), Jóga (kvk.), Vega (kvk.), Marianne (kvk.), Myrkrún (kvk), Ganna (kvk), Adolph (kk) og Athen (kk).

Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. grein laga, nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru:

  • Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
  • Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
  • Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
  • Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Tengdar fréttir

Mega ekki skíra barnið sitt Kisu

Xavier, Æja, Klaría og Hyrrokkin eru á meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum.

Krummi í lagi en alls ekki Kisa

Nýr úrskurður mannanafnanefndar, sem hafnaði nafninu Kisa, styrkir þingmann Sjálfstæðisflokksins enn frekar í þeirri trú sinni að leggja eigi nefndina niður. Við kynntum okkur hinn umdeilda úrskurð og íslensk dýranöfn, sem þykja mishentug á menn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×