Styður yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. febrúar 2023 13:23 Kristján segist munu mæta til verkfallsvörslu þegar kallið kemur. Vísir/Arnar Forseti ASÍ segir havaríið við ráðherrabústaðinn í gær ekki tilefni yfirlýsingar sem miðstjórn ASÍ gaf út í gær þar sem orðræðan í kjaradeilu SA og Eflingar er gagnrýnd. Hann segist styðja baráttu Eflingar og er tilbúinn að sinna verkfallsvörslu þegar kallið kemur. Um miðjan dag í gær sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem Alþýðusambandið harmar neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður Eflingar og samtaka Atvinnulífsins. Hvatti miðstjórnin hlutaðeigandi til stillingar og varar við því að kjaradeila sé túlkuð á þann veg að réttmætt sé að ausa fúkyrðum yfir þá sem koma að viðræðunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sendi í kjölfarið erindi á forseta ASÍ og krafði hann svara um hvort þessari ályktun væri beint að Eflingu, en talsverð harka var í orðum Eflingarliða eftir ríkisstjórnarfund í gær þar sem aðsúgur var gerður að ráðherrum á leið af fundi. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir ályktun miðstjórnar ekki viðbragð við baráttu Eflingar. „Yfirlýsingin var gerð á miðstjórnarfundi, eða semsagt vinnufundi miðstjornar á miðvikudaginn og var ekki sett saman gegn samninganefnd Eflingar heldur fyrst og fremst vegna þeirrar stöðu sem hefur verið á undanförnum mánuðum í samfélaginu og svona þeirrar orðræðu. En síðan birtist hún á þessum tíma í gær.“ Kristján segist hafa stutt yfirlýsinguna. „Já. ég studdi yfirlýsinguna eins og svosem allir gerðu.“ Kristján sagði í yfirlýsingu sinni að hann sé tilbúinn að taka þátt í verkfallsvörslu. „Eftir samtöl mín við Sólveigu að undanförnu þá auðvitað bauð ég fram aðstoð mína í þeim málum sem mögulegt er. Síðan er kallað eftir því og mér er boðið að taka þátt í verkfallsvörslu og stuðningi þar. Ég að sjálfsögðu mun aðstoða eins og ég mögulega get og taka þátt í þessari baráttu með mínum félögum.“ Hann bíður bara eftir að kallið komi. „Ég veit ekki hvort það sé í dag en ég mun fá skilaboð um þegar verkfallsvarsla verður næst og mun leggja mitt af mörkum að mæta ef ég mögulega get.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Um miðjan dag í gær sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem Alþýðusambandið harmar neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður Eflingar og samtaka Atvinnulífsins. Hvatti miðstjórnin hlutaðeigandi til stillingar og varar við því að kjaradeila sé túlkuð á þann veg að réttmætt sé að ausa fúkyrðum yfir þá sem koma að viðræðunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sendi í kjölfarið erindi á forseta ASÍ og krafði hann svara um hvort þessari ályktun væri beint að Eflingu, en talsverð harka var í orðum Eflingarliða eftir ríkisstjórnarfund í gær þar sem aðsúgur var gerður að ráðherrum á leið af fundi. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir ályktun miðstjórnar ekki viðbragð við baráttu Eflingar. „Yfirlýsingin var gerð á miðstjórnarfundi, eða semsagt vinnufundi miðstjornar á miðvikudaginn og var ekki sett saman gegn samninganefnd Eflingar heldur fyrst og fremst vegna þeirrar stöðu sem hefur verið á undanförnum mánuðum í samfélaginu og svona þeirrar orðræðu. En síðan birtist hún á þessum tíma í gær.“ Kristján segist hafa stutt yfirlýsinguna. „Já. ég studdi yfirlýsinguna eins og svosem allir gerðu.“ Kristján sagði í yfirlýsingu sinni að hann sé tilbúinn að taka þátt í verkfallsvörslu. „Eftir samtöl mín við Sólveigu að undanförnu þá auðvitað bauð ég fram aðstoð mína í þeim málum sem mögulegt er. Síðan er kallað eftir því og mér er boðið að taka þátt í verkfallsvörslu og stuðningi þar. Ég að sjálfsögðu mun aðstoða eins og ég mögulega get og taka þátt í þessari baráttu með mínum félögum.“ Hann bíður bara eftir að kallið komi. „Ég veit ekki hvort það sé í dag en ég mun fá skilaboð um þegar verkfallsvarsla verður næst og mun leggja mitt af mörkum að mæta ef ég mögulega get.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira