Innlent

Heppinn miða­eig­andi hreppti milljónirnar í HHÍ

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Miðahafar skiptu með sér 143 milljónum króna. Myndin er úr safni.
Miðahafar skiptu með sér 143 milljónum króna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Heppnin var með einum miðaeiganda í milljónaveltu Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld og fær hann því tíu milljónir króna í vinning.

Aðalvinningurinn fór einnig út að þessu sinni og fá fjórir miðaeigendur fimm milljónir hver. Tveir trompmiðaeigendur fengu 500 þúsund krónur á miðann, sem fimmfaldaðist, og fékk því hvor um sig 2,5 milljónir.

Þá fengu fimm miðahafar eina milljón á mann, fjórtán fengu hálfa milljón, en alls skipta vinningshafar með sér 143 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu HHÍ.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×