Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 16:31 Saga stóð uppi sem sigurvegari. Vísir/Vilhelm Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 19 og gert er ráð fyrri að ný Idolstjarna verði krýnd um klukkan 20:30. Bæði munu þau flytja þrjú lög í kvöld, enda bara tvö eftir og ljóst að þau þurfa að sýna hvað í þeim býr svo þjóðin geti gert upp hug sinn hver sé næsta Idolstjarna. Bæði flytja þau lagið Leiðina heim, sem kemur úr lagasmíðabúðum Iceland Sync og Mantik Music og var samið síðasta haust. Kjalar tekur svo Baby One More Time með Britney Spears og Háa C með Móses Hightower. Saga Matthildur tekur Iris með The Goo Goo Dolls og A Change is Gonna Come með Sam Cooke. Undanfarnar fimm vikur höfum við fylgst með keppendum stíga á svið og þjóðin valið fólkið áfram. Tæplega þrjátíu lög hafa verið flutt á stórasviðinu í Idolhöllinni. Vísir hefur auðvitað tekið þau lög saman og til viðbótar þau lög sem verða flutt í kvöld og gert spilunarlista svo landinn geti hitað upp. Því miður hefur flutningur keppenda á lögunum ekki verið birtur á streymisveitum svo upprunalegar útgáfur laganna verða að duga í bili. Hér í vaktinni fyrir neðan verður farið yfir allt sem er í gangi á Idol-úrslitakvöldinu og farið vel yfir stöðuna. Fróðleiksmola og ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is eða hallgerdurj@stod2.is.
Útsendingin hefst klukkan 19 og gert er ráð fyrri að ný Idolstjarna verði krýnd um klukkan 20:30. Bæði munu þau flytja þrjú lög í kvöld, enda bara tvö eftir og ljóst að þau þurfa að sýna hvað í þeim býr svo þjóðin geti gert upp hug sinn hver sé næsta Idolstjarna. Bæði flytja þau lagið Leiðina heim, sem kemur úr lagasmíðabúðum Iceland Sync og Mantik Music og var samið síðasta haust. Kjalar tekur svo Baby One More Time með Britney Spears og Háa C með Móses Hightower. Saga Matthildur tekur Iris með The Goo Goo Dolls og A Change is Gonna Come með Sam Cooke. Undanfarnar fimm vikur höfum við fylgst með keppendum stíga á svið og þjóðin valið fólkið áfram. Tæplega þrjátíu lög hafa verið flutt á stórasviðinu í Idolhöllinni. Vísir hefur auðvitað tekið þau lög saman og til viðbótar þau lög sem verða flutt í kvöld og gert spilunarlista svo landinn geti hitað upp. Því miður hefur flutningur keppenda á lögunum ekki verið birtur á streymisveitum svo upprunalegar útgáfur laganna verða að duga í bili. Hér í vaktinni fyrir neðan verður farið yfir allt sem er í gangi á Idol-úrslitakvöldinu og farið vel yfir stöðuna. Fróðleiksmola og ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is eða hallgerdurj@stod2.is.
Idol Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira