Innlent

Mál Guð­jóns vopna­sala og fleiri fara mögu­lega aftur til lög­reglu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vopn sem lögregla lagði hald á við rannsókn hryðjuverkamálsins.
Vopn sem lögregla lagði hald á við rannsókn hryðjuverkamálsins. Vísir/Vilhelm

„Það er enn opið og ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um mál Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, og annarra einstaklinga vegna gruns um brot á vopnalögum.

Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Um er að ræða mál sem komu upp við rannsókn meintrar skipulagningar hryðjuverkabrota, sem Sindri Freyr Birgisson og Ísidór Nathansson voru grunaðir um. Við skýrslutöku greindu þeir frá því að þeir hefðu fengið hálfsjálfvirkan Colt-riffil hjá Guðjóni og að hann hefði keypt af þeim þrívíddarprentað skotvopn.

Guðjón er vopnasali og -safnari.

Skýrsla var tekinn af Guðjóni í kjölfarið en hann sagðist ekkert kannast við mennina. Þá sagði hann: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað, nema það sé bara einhver hefndarráðstöfun gagnvart dóttur minni.“

Dóttir Guðjóns, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn Guðjóns kom upp við rannsókn málsins.

Við húsleit á heimili Guðjóns fannst á fjórða tug vopna sem hann gat ekki gert grein fyrir.

Ólafur segir málið enn opið og að hluti meintra vopnalagabrota fari að öllum líkindum aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafi forræði yfir rannsókn og ákæru vopnalagabrota. Nokkrir eru grunaðir.

„Þegar þetta kemur hingað var óljóst hvernig eða hvort þetta tengdist og svo er þetta rannsakað og þetta er ekki hluti af efnisákærunni sem var að enda gefin út í hryðjuverkamálinu,“ hefur Fréttablaðið eftir Ólafi. 


Tengdar fréttir

„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“

Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag.

Faðir ríkislög­reglu­stjóra í skýrslu­töku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyld­menni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“

Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.