Innlent

Val­björg Elsa heiðurs­iðnaðar­maður ársins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Valbjörg Elsa Haraldsdóttir er heiðursiðnaðarmaður ársins 2023.
Valbjörg Elsa Haraldsdóttir er heiðursiðnaðarmaður ársins 2023. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur

Valbjörg Elsa Haraldsdóttir hársnyrtimeistari var um helgina útnefnd heiðursiðnaðarmaður ársins á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Böðvar Páll Ásgeirsson var gerður að heiðursfélaga en forseti Íslands er verndari hátíðarinnar og afhenti verðlaunin. 

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fór fram á laugardaginn á Hótel Natura í Reykjavík. Tvö hundruð gestir voru á hátíðinni þar sem 26 nýsveinar í sextán iðngreinum voru verðlaunaðir fyrir frábæran árangur á sveinsprófi. 

Nýsveinarnir sem hlutu viðurkenningu.

Á hátíðinni var Valbjörg Erla Haraldsdóttir hársnyrtimeistari útnefnd heiðursiðnaðarmaður ársins en hún hefur lagt sig fram við að efla og greiða vegferð iðn sinnar í áratugi. 

Þá var Böðvar Páll Ásgeirsson gerður að heiðursfélaga Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fyrir óeigingjarnt og langt starf í þágu félagsins. 

Frá vinstri: Guðni Th. Jóhannesson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Katrín Þorkelsdóttir og Halldór Þórður Haraldsson, formaður Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur.Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur

Nemastofa atvinnulífsins tók þátt í athöfninni með því að veita þremur fyrirtækjum sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þeirra og stuðning við starfsmenntakerfið. Fyrirtækin sem fengu viðurkenningu voru HD, Klipphúsið og SOS lagnir. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×