Innlent

Lands­björg sendir sér­fræðinga­hóp til Tyrk­lands

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Byggingarústir í Elazig
Byggingarústir í Elazig Getty

Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun.

Fram kemur í tilkynningu að Slysavarnafélagið Landsbjörg ásamt utanríkisráðuneytinu hafi þegar í gærmorgun hafið undirbúning þess að senda hóp til aðstoðar, og nú liggur fyrir að níu manna hópur mun fljúga til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar eftir hádegi í dag.

Hópurinn samanstendur af sérfræðingum í aðgerðastjórnun og samhæfingu aðgerða, sem mikil þörf er á á svæðinu, en þegar þetta er skrifað hafa um 80 alþjóðlegar sveitir boðað komu sína á hamfarasvæðið.

Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir íslenska hópinn en hún hefur afar mikla reynslu af stýringu og samhæfingu aðgerða í alþjóðlegum aðgerðum. Sólveig tók þátt í æfingu fyrir hamfarir af svipuðum toga í Tyrkland síðasta haust.

Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir íslenska hópinn.Landsbjörg

Einnig eru í hópnum verkfræðingar, læknir og búðastjóri. Íslenski hópurinn fer á svæðið undirbúinn fyrir að vera við störf í 7 daga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.