Frá þessu greinir Fréttablaðið og vísar til svara Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna.
Fréttablaðið segist hafa upplýsingar þess efnis að mikið sé um rakaskemmdir í húsnæðinu sem stendur ónotað og mörg dæmi séu um að starfsemi hafi verið flutt í skammtímahúsnæði, meðal annars ráðuneyti og stofnanir.
Þá segir að ein ástæða þess að mikið rými sé ónotað sé sú staðreynd að fermetranýting á hvern starfsmann hafi farið úr allt að 25 fermetrum niður í 15 fermetra eða minna á síðustu árum.
Af fermetrunum 550 þúsund eru 193 þúsund fermetrar nýttir af mennta- og barnamálaráðuneytinu og 120 þúsund af heilbrigðisráðuneytinu, sem eru lang plássfrekust. Inni í tölunni eru meðal annars mennta- og heilbrigðisstofnanir.