Innlent

Eldur í íbúð við Írabakka

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning barst slökkviliði skömmu fyrir klukkan níu í morgun.
Tilkynning barst slökkviliði skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu fyrir klukkan níu í morgun eftir að eldur kom upp í íbúð við Írabakka í Breiðholti í Reykjavík. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er búið að slökkva eldinn og er unnið að reykræstingu. Einn hafi verið inni í íbúðinni en sá slasaðist ekki.

Ekki liggur fyrir á þessu stigi hvað varð til þess að eldurinn kom upp.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.