Innlent

Grunuðu alls­gáðan öku­mann um akstur undir á­hrifum eftir tvo á­rekstra

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út um klukkan 17:30 í gær þegar tilkynnt var árekstur þar sem ökumaður hafði ekið af vettvangi. Fram kemur að ökumaðurinn hafi ekki náðst en stuttu síðar var tilkynnt um sama bíl þar sem að ökumaðurinn hefði ekið á öðru sinni.

Í dagbók lögreglu segir að lögregla hafi talið ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum vímuefna en svo reyndist ekki vera. Ökumaðurinn var í kjölfarið færður undir læknishendur í kjölfarið.

Í tilkynningunni segir einnig að lögregla hafi verið kölluð út eftir að erlendur ferðamaður hafði tilkynnt þjófnað á og fjársvik í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. 

Hægt var að fylgjast með hvar þjófurinn væri í borginni með því að fylgjast með færslum á kreditkorti í eigu hans. Í tilkynningu frá lögreglu segir að skömmu áður en lögregla kom á staðinn hafi meintur þjófur ekið á brott og ekki náðst. Lögregla telur sig þó vita hvern um ræðir.

Um klukkan 23 var tilkynnt um innbrot í bíl og að meintur innbrotsþjófur væri ennþá á vettvangi. Er lögreglu bar að reyndist þetta vera eigandi bílsins sem hafði glatað lyklunum að bílnum og þurfi að komast inn í hana með öðrum leiðum.

Ennfremur segir í tilkynningu að ökumaður bíls hafi verið stöðvaður í akstri á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Hann reyndist sviptur ökuréttindum en reyndi að villa fyrir lögreglu með því að gefa upp kennitölu annars manns. Það gekk ekki betur en svo að hann mundi ekki síðustu fjóra í kennitölunni og gat ekki framvísað gildum skilríkjum.

Um miðnætti var svo tilkynnt um innbrot í heimahús á höfuðborgarsvæðinu en þegar húsráðandi kom heim var búið að brjótast inn til hans og stela verðmætum. Er málið í rannsókn.

Einnig bárust lögreglu fjölmargar tilkynningar um umferðaróhöpp/slys seinnipartinn í gær en búið var að fjalla um það í fréttum svo ekki talin þörf á að tvítaka þær upplýsingar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×