Innlent

Fjölmörg bílslys seinni partinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikið var um óhöpp í umferðinni seinni partinn í dag og eru mörg þeirra rakin til hálku.
Mikið var um óhöpp í umferðinni seinni partinn í dag og eru mörg þeirra rakin til hálku.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningar um fjölmörg bílslys seinni part dags. Þar á meðal var minnst fimm bíla árekstur á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg en mörg slysanna má rekja til mikillar hálku sem myndaðist í dag.

Í dagbók lögreglunnar segir frá því að bíll hafi oltið á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesveg en engin slys hafi orðið á fólki. Sjúkrabílar voru þó sendir á vettvang þar sem bíll endaði á vegriði á Höfðabakka við Árbæjarsafn. Meiðsl á fólki voru tilkynnt til lögreglu og er það eina slíka tilfellið í dagbókinni.

Í einu tilviki missti ökumaður stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut, við Staldrið, og lenti á vegriði. Annar lenti á vegriði á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk og er sá ökumaður sagður hafa misst stjórn á bílnum þar sem hann hafi ekki ekið eftir aðstæðum.

Þá lenti einn bíll á umferðarskilti á Hafnarfjarðarvegi og enn einn bíll lenti á vegriði við Hamraborg en sá endaði utanvegar. Einnig barst tilkynning um umferðarslys á Fjallkonuvegi.

Lögreglunni barst þar að auki tilkynning um umferðarslys á Sæbraut við Kringlumýrarbraut en sá ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Hann hafði skömmu áður ekið á annan bíl en flúið af vettvangi. Maðurinn var handtekinn.


Tengdar fréttir

„Lúmsk hálka“ á höfuðborgarsvæðinu

Nokkuð hefur verið um hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag. Vaktstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði lúmska hálku hafa verið á götunum.

Gatna­mótin eru aftur ljós­laus

Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar biluðu aftur í dag. Þau höfðu verið óvirk um helgina og voru löguð í morgun. Sú viðgerð virðist ekki þó hafa haldið þar sem ljósin biluðu aftur í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×