Flugferðum til Akureyrar og Egilsstaða verið aflýst vegna veðursins.
Veðurfræðingar búast við að óveður gangi yfir landið á morgun og byrji á suðvesturhorninu snemma í fyrramálið.
Gert er ráð fyrir að síðdegisflug til Norður-Ameríku og til London verði á áætlun. Búið er að bæta við flugferð til Kaupmannahafnar síðdegis á morgun.
Í tilkynningu frá Icelandair segir að allir farþegar verði endurbókaðir sjálfkrafa og ný ferðaáætlun send með tölvupósti. Farþegum er bent á að fylgjast með tölvupósti og skilaboðum frá flugfélaginu.
Þar segir einnig að ekki sé nauðsynlegt að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun henti ekki.