Elva Hrönn tekur slaginn við Ragnar Þór.VR/Vísir/Vilhelm
Elva Hrönn Hjartardóttir og Ragnar Þór Ingólfsson eru í framboði til formanns VR. Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í dag og vilja sextán komast í stjórn félagsins.
Formaður og stjórn eru kjörin til tveggja ára í senn. Sextán framboð til stjórnar voru úrskurðuð lögleg en alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.
Frambjóðendur til stjórnar VR eru, í stafrófsröð:
Árni Konráð Árnason
Halla Gunnarsdóttir
Helga Ingólfsdóttir
Jennifer Schröder
Jóhanna Gunnarsdóttir
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Nökkvi Harðarson
Ólafur Reimar Gunnarsson
Sigríður Hallgrímsdóttir
Sigurður Sigfússon
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Tómas Gabríel Benjamin
Vala Ólöf Kristinsdóttir
Þorsteinn Þórólfsson
Þórir Hilmarsson
Ævar Þór Magnússon
Ekkert mótframboð barst gegn lista stjórnar og trúnaðarráðs í trúnaðarráð félagsins og telst hann því löglega kjörinn.
Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra verða birtar á vef VR fljótlega.
Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.