Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 13:26 Ragnar sat og horfði á sjónvarpið þegar hann varð var við mann fyrir utan. Maðurinn fór en snéri aftur skömmu síðar og skeit á bíl Ragnars. Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. Í morgun fjallaði Vísir um að grímuklæddur maður hafi skitið á bíl í Kópavogi í gærkvöldi. Atvikið náðist á myndband. Í samtali við fréttastofu lýsti eigandi bílsins, Ragnar Þór Egilsson, því að hann hafi setið og horft á sjónvarpið í rólegheitum þegar hann varð var við mann fyrir utan hjá sér. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér" „Ég fer að velta því fyrir mér hvort hann sé að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis. Af því að hann var klæddur eins og súperman og var með hettu og eitthvað fyrir andlitinu. Svo bara fer hann. Það líða einhverjar tíu mínútur og þá kemur hann aftur,“ útskýrir Ragnar sem hélt áfram að fylgjast með manninum. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér. Ég bara gapti og svo hljóp hann í burtu.“ Grunar að málið tengist nágrannaerjum Ragnari segist ekki vita hver grímuklæddi maðurinn sé en segist gruna að málið tengist langvarandi nágrannaerjum sem hann hefur staðið í síðan árið 2018. Deilurnar tengjast þvottahúsi hússins og aðgengi annarra íbúa að því og hefur bæði farið fyrir héraðsdóm og Landsrétt. DV fjallaði talsvert um málið á sínum tíma. „Mér dettur helst í hug að þetta sé eitthvað tengt því,“ segir Ragnar. „Ég er búinn að búa hérna síðan 1987 og það kemur enginn hingað á bakvið. Nema til að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis.“ Skilur ekki þessi skilaboð Ragnar er fatlaður og notast við hjólastól. Hann hefur því ekki farið út og skoðað aðstæður eða þrifið bílinn. Hann segist vita hvernig bíl grímuklæddi maðurinn var á, en vill ekki gefa það upp. Hann segist ekki fyllilega gera sér grein fyrir hvað eigi að felast í þessum gjörning mannsins. „Málið er að ef þetta eru einhver skilaboð frá nágranna þá eru þau ekki nógu góð. Ég er allt of heimskur, ég skil ekki svona skilaboð." segir hann. Ætli það sé ekki bara verið að gefa skít í mig. Myndbandið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Nágrannadeilur Kópavogur Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Í morgun fjallaði Vísir um að grímuklæddur maður hafi skitið á bíl í Kópavogi í gærkvöldi. Atvikið náðist á myndband. Í samtali við fréttastofu lýsti eigandi bílsins, Ragnar Þór Egilsson, því að hann hafi setið og horft á sjónvarpið í rólegheitum þegar hann varð var við mann fyrir utan hjá sér. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér" „Ég fer að velta því fyrir mér hvort hann sé að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis. Af því að hann var klæddur eins og súperman og var með hettu og eitthvað fyrir andlitinu. Svo bara fer hann. Það líða einhverjar tíu mínútur og þá kemur hann aftur,“ útskýrir Ragnar sem hélt áfram að fylgjast með manninum. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér. Ég bara gapti og svo hljóp hann í burtu.“ Grunar að málið tengist nágrannaerjum Ragnari segist ekki vita hver grímuklæddi maðurinn sé en segist gruna að málið tengist langvarandi nágrannaerjum sem hann hefur staðið í síðan árið 2018. Deilurnar tengjast þvottahúsi hússins og aðgengi annarra íbúa að því og hefur bæði farið fyrir héraðsdóm og Landsrétt. DV fjallaði talsvert um málið á sínum tíma. „Mér dettur helst í hug að þetta sé eitthvað tengt því,“ segir Ragnar. „Ég er búinn að búa hérna síðan 1987 og það kemur enginn hingað á bakvið. Nema til að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis.“ Skilur ekki þessi skilaboð Ragnar er fatlaður og notast við hjólastól. Hann hefur því ekki farið út og skoðað aðstæður eða þrifið bílinn. Hann segist vita hvernig bíl grímuklæddi maðurinn var á, en vill ekki gefa það upp. Hann segist ekki fyllilega gera sér grein fyrir hvað eigi að felast í þessum gjörning mannsins. „Málið er að ef þetta eru einhver skilaboð frá nágranna þá eru þau ekki nógu góð. Ég er allt of heimskur, ég skil ekki svona skilaboð." segir hann. Ætli það sé ekki bara verið að gefa skít í mig. Myndbandið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
Nágrannadeilur Kópavogur Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09
Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00