Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 13:26 Ragnar sat og horfði á sjónvarpið þegar hann varð var við mann fyrir utan. Maðurinn fór en snéri aftur skömmu síðar og skeit á bíl Ragnars. Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. Í morgun fjallaði Vísir um að grímuklæddur maður hafi skitið á bíl í Kópavogi í gærkvöldi. Atvikið náðist á myndband. Í samtali við fréttastofu lýsti eigandi bílsins, Ragnar Þór Egilsson, því að hann hafi setið og horft á sjónvarpið í rólegheitum þegar hann varð var við mann fyrir utan hjá sér. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér" „Ég fer að velta því fyrir mér hvort hann sé að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis. Af því að hann var klæddur eins og súperman og var með hettu og eitthvað fyrir andlitinu. Svo bara fer hann. Það líða einhverjar tíu mínútur og þá kemur hann aftur,“ útskýrir Ragnar sem hélt áfram að fylgjast með manninum. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér. Ég bara gapti og svo hljóp hann í burtu.“ Grunar að málið tengist nágrannaerjum Ragnari segist ekki vita hver grímuklæddi maðurinn sé en segist gruna að málið tengist langvarandi nágrannaerjum sem hann hefur staðið í síðan árið 2018. Deilurnar tengjast þvottahúsi hússins og aðgengi annarra íbúa að því og hefur bæði farið fyrir héraðsdóm og Landsrétt. DV fjallaði talsvert um málið á sínum tíma. „Mér dettur helst í hug að þetta sé eitthvað tengt því,“ segir Ragnar. „Ég er búinn að búa hérna síðan 1987 og það kemur enginn hingað á bakvið. Nema til að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis.“ Skilur ekki þessi skilaboð Ragnar er fatlaður og notast við hjólastól. Hann hefur því ekki farið út og skoðað aðstæður eða þrifið bílinn. Hann segist vita hvernig bíl grímuklæddi maðurinn var á, en vill ekki gefa það upp. Hann segist ekki fyllilega gera sér grein fyrir hvað eigi að felast í þessum gjörning mannsins. „Málið er að ef þetta eru einhver skilaboð frá nágranna þá eru þau ekki nógu góð. Ég er allt of heimskur, ég skil ekki svona skilaboð." segir hann. Ætli það sé ekki bara verið að gefa skít í mig. Myndbandið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Nágrannadeilur Kópavogur Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Í morgun fjallaði Vísir um að grímuklæddur maður hafi skitið á bíl í Kópavogi í gærkvöldi. Atvikið náðist á myndband. Í samtali við fréttastofu lýsti eigandi bílsins, Ragnar Þór Egilsson, því að hann hafi setið og horft á sjónvarpið í rólegheitum þegar hann varð var við mann fyrir utan hjá sér. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér" „Ég fer að velta því fyrir mér hvort hann sé að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis. Af því að hann var klæddur eins og súperman og var með hettu og eitthvað fyrir andlitinu. Svo bara fer hann. Það líða einhverjar tíu mínútur og þá kemur hann aftur,“ útskýrir Ragnar sem hélt áfram að fylgjast með manninum. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér. Ég bara gapti og svo hljóp hann í burtu.“ Grunar að málið tengist nágrannaerjum Ragnari segist ekki vita hver grímuklæddi maðurinn sé en segist gruna að málið tengist langvarandi nágrannaerjum sem hann hefur staðið í síðan árið 2018. Deilurnar tengjast þvottahúsi hússins og aðgengi annarra íbúa að því og hefur bæði farið fyrir héraðsdóm og Landsrétt. DV fjallaði talsvert um málið á sínum tíma. „Mér dettur helst í hug að þetta sé eitthvað tengt því,“ segir Ragnar. „Ég er búinn að búa hérna síðan 1987 og það kemur enginn hingað á bakvið. Nema til að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis.“ Skilur ekki þessi skilaboð Ragnar er fatlaður og notast við hjólastól. Hann hefur því ekki farið út og skoðað aðstæður eða þrifið bílinn. Hann segist vita hvernig bíl grímuklæddi maðurinn var á, en vill ekki gefa það upp. Hann segist ekki fyllilega gera sér grein fyrir hvað eigi að felast í þessum gjörning mannsins. „Málið er að ef þetta eru einhver skilaboð frá nágranna þá eru þau ekki nógu góð. Ég er allt of heimskur, ég skil ekki svona skilaboð." segir hann. Ætli það sé ekki bara verið að gefa skít í mig. Myndbandið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
Nágrannadeilur Kópavogur Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09
Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00