Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar fagna því mjög að ríkisstjórnin hafi ákveðið að endurskoða ákvörðun um sölu á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sem styr hefur staðið um í vikunni. Viðbrögð samfélagsins hafi ekki komið á óvart.

Ekki er vitað hvað olli því að eldur kom upp í fjárhúsi við bæinn Víðivelli eitt í Fljótdalshreppi í gærkvöld. Slökkvilið náði að ráða niðurlögum eldsins á miðnætti, en rannsókn á eldsupptökum stendur nú yfir.

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að koma á fót nýju millistigs úrræði fyrir heimilislausa sem velferðarráð samþykkti á fundi í vikunni. Markmiðið er að takmarka tíma sem fólk dvelur í neyðarskýlum en formaður velferðarráðs vonar að í framtíðinni verði ekki þörf á neyðarrýmum. Ríki og sveitarfélög þurfi þá að marka sér stefnu í málaflokknum.

Þá heyrum við í Elvu Hrönn Hjartardóttir sem ákveðið hefur að bjóða sig fram gegn Ragnari Þór Ingólfssyni í formannsembætti VR og fáum að vita allt um gervigreindarforrit sem gæti leyst gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.