Héðinn stígur til hliðar sem formaður Geðhjálpar Máni Snær Þorláksson skrifar 3. febrúar 2023 11:10 Héðinn Unnsteinsson Héðinn Unnsteinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Geðhjálpar. Héðinn hefur komið að samtökunum í nærri 30 ár, þar af setið í stjórn í sjö ár og sinnt hlutverki formanns í þrjú. Frá þessu greinir Héðinn sjálfur í pistli sem birtist á Vísi. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna þann 30. mars næstkomandi en Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, mun leiða samtökin þangað til. Héðinn segir í pistlinum að samtökin standi vel og þakkar mánaðarlegum styrktarfélögum Geðhjálpar, sem eru 7.400 talsins, fyrir stuðninginn. Hann segir styrktaraðilana gera samtökunum kleift að vaxa og dafna. Þá dragi þeir úr þörf fyrir opinberan stuðning. Þá fer Héðinn yfir það sem samtökin hafa gert í formannstíð hans. Hann nefnir sem dæmi nýlega stefnu Geðhjálpar og segir að markvisst hafi verið unnið út frá henni við að rækta geðheilsu Íslendinga. Elín Ebba Ásmundsdóttir mun leiða Geðhjálp fram að aðalfundi samtakanna.Geðhjálp Einnig nefnir hann styrktarsjóð geðhelbrigðis sem samtökin stofnuðu í maí árið 2021. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Hann segir ásetning stjórnarinnar vera að styrkja sjóðinn áfram svo hann verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. „Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, sem sagt geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda.“ Þakkar samstarfsfólki og styrktaraðilum Að lokum þakkar Héðinn stjórn og starfsfólki Geðhjálpar fyrir samstarfið. Einnig þakkar hann sérstaklega þeim styrktaraðilum sem stutt hafa við samtökin í orði og verki. „Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn.“ Geðheilbrigði Félagasamtök Vistaskipti Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Sjá meira
Frá þessu greinir Héðinn sjálfur í pistli sem birtist á Vísi. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna þann 30. mars næstkomandi en Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, mun leiða samtökin þangað til. Héðinn segir í pistlinum að samtökin standi vel og þakkar mánaðarlegum styrktarfélögum Geðhjálpar, sem eru 7.400 talsins, fyrir stuðninginn. Hann segir styrktaraðilana gera samtökunum kleift að vaxa og dafna. Þá dragi þeir úr þörf fyrir opinberan stuðning. Þá fer Héðinn yfir það sem samtökin hafa gert í formannstíð hans. Hann nefnir sem dæmi nýlega stefnu Geðhjálpar og segir að markvisst hafi verið unnið út frá henni við að rækta geðheilsu Íslendinga. Elín Ebba Ásmundsdóttir mun leiða Geðhjálp fram að aðalfundi samtakanna.Geðhjálp Einnig nefnir hann styrktarsjóð geðhelbrigðis sem samtökin stofnuðu í maí árið 2021. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Hann segir ásetning stjórnarinnar vera að styrkja sjóðinn áfram svo hann verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. „Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, sem sagt geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda.“ Þakkar samstarfsfólki og styrktaraðilum Að lokum þakkar Héðinn stjórn og starfsfólki Geðhjálpar fyrir samstarfið. Einnig þakkar hann sérstaklega þeim styrktaraðilum sem stutt hafa við samtökin í orði og verki. „Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn.“
Geðheilbrigði Félagasamtök Vistaskipti Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Sjá meira