Innlent

Eitt helsta kenni­leiti Vestur­bæjar stór­skemmt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rjúfa þurfti þak Hagavagnsins til að ráða niðurlögum eldsins.
Rjúfa þurfti þak Hagavagnsins til að ráða niðurlögum eldsins. Vísir/Vilhelm

Talsvert tjón varð á Hagavagninum, hamborgarastað við Vesturbæjarlaug í Reykjavík, þegar eldur kviknaði þar undir morgun 21. janúar. Eigandi staðarins segir að tekið gæti upp undir þrjá mánuði að koma staðnum í samt lag og opna hann á ný.

Eins og sést á mynd sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti eftir eldsvoðann þurftu liðsmenn þess að fara upp á þak vagnsins til að ráða niðurlögum eldsins. Unnið var að slökkvistarfi fram eftir morgni 21. janúar og strax lá fyrir að staðurinn væri tjónaður. 

Slökkvilið að störfum að morgni 21. janúar.Vísir/vilhelm

Hagavagninn, sem opnaður var árið 2018 og er eitt af helstu kennileitum Vesturbæjar, hefur staðið lokaður síðan. Frá honum leggur enn daufa brunalykt sem finnst vel þegar gengið er fram hjá. Og margir fastagestir Vesturbæjarlaugar hafa eflaust velt fyrir sér síðustu daga hvenær, eða yfirleitt hvort, vagninn verði opnaður á ný. 

Jóhann Guðlaugsson eigandi Hagavagnsins segir í samtali við Vísi að vissulega sé stefnt að því að opna Hagavagninn aftur. Staðurinn hafi hins vegar skemmst mikið í brunanum, sem sést vel þegar litið er inn um glugga vagnsins, og lagfæringar muni taka tíma. Erfitt sé að meta hversu langan tíma; tvo til þrjá mánuði, jafnvel, segir Jóhann. 

Gestir Vesturbæjarlaugar þurfa því að hafa þolinmæðina í öndvegi næstu vikur. Ljóst er að einhver bið verður á því að þeir geti gætt sér á hamborgara samhliða dýfu í laugina.

Svona leit Hagavagninn út þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í gær. Dauft yfir honum, blessuðum.Vísir/vilhelm
Viðgerðir gætu tekið margar vikur, að sögn eiganda.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Haga­vagninn tjónaður eftir bruna

Undir morgun var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað til vegna elds í Hagavagninum, hamborgaraveitingastað í Vesturbænum.

Haga­vagninn verður rifinn og endur­reistur

Hagavagninum er verið að breyta í hamborgarastað um þessar mundir en ekki tókst að gera hann upp, því þarf að rífa hann og byggja nýjan. Einn aðstandenda vagnsins, Emmsjé Gauti, segir þetta sorglegt en er bjartsýnn á að nýi vagninn muni ekki valda vonbrigðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.