Innlent

Munu mögu­lega þurfa að leita til er­lendra lög­reglu­em­bætta

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hefur fjölgað mótorhjólum í sinni eigu til að geta fylgt leiðtogum á milli staða.
Lögregla hefur fjölgað mótorhjólum í sinni eigu til að geta fylgt leiðtogum á milli staða. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri hefur sent kollegum sínum á Norðurlöndunum erindi þar sem þau eru látin vita af því að Íslendingar muni mögulega óska eftir aðstoð við löggæslu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík í vor.

Frá þessu greinir Morgunblaðið og segir að það yrði þá í fyrsta sinn sem lögregla óskar formlega eftir aðstoð í tengslum við fundargæslu.

Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins er von á 46 leiðtogum hingað til lands, sendinefndum og öryggisvörðum. Meðal þeirra sem hefur verið boðið er Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti.

Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir verkefnið í senn spennandi og krefjandi.

„Það er í gangi mikil undirbúningsvinna og hefur verið í talsverðan tíma. Og eitt af því sem við erum að leggja mat á er þörfin fyrir mannafla og þá hver getan er innanlands. En það er alls ekki útilokað að við þurfum að leita út fyrir landsteinana eftir fólki. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um það. Embætti ríkislögreglustjóra hefur þó sent út viðvörun til Norðurlandanna og þau látin vita að hugsanlega verði óskað eftir aðstoð,“ segir Karl Steinar.

Meðal verkefna lögreglu verður að fylgja leiðtogunum milli staða og að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar aðstoðarlögreglustjóra hefur verið fjölgað í mótorhjólaflota lögreglunnar í 22 hjól.

Leiðtogafundurinn mun fara fram í Hörpu og munu gestir dvelja á hótelum í nágrenninuAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.