Innlent

Óskað eftir vitnum að um­ferðar­slysi á Reykja­nes­braut

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna.
Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut í Garðabæ í gærmorgun, þriðjudaginn 31. janúar.

Tilkynning um slysið barst kl. 8.21, en það varð á móts við IKEA þar sem rákust saman þrjár bifreiðar. Talið er að ein þeirra hafi bilað og stöðvast og ökumenn sem á eftir komu ekki náð að bregðast við í tæka tíð. 

Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild, en allar bifreiðirnar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbíl.

Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið SaevarG@lrh.isAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.