Fótbolti

„Þegar ég sá hvaða lið voru í boði fannst mér þetta mjög spennandi“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Svava Rós Guðmundsdóttir mun leika með Gotham FC í Bandaríkjunum á komandi tímabili.
Svava Rós Guðmundsdóttir mun leika með Gotham FC í Bandaríkjunum á komandi tímabili. Vísir/Stöð2 Sport

Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur fundið sér nýtt lið, Gotham FC í Bandaríkjunum. Hún kveðst spennt fyrir nýju verkefni í nýju landi.

„Þetta er mjög spennandi. Þetta er náttúrulega allt annað en það sem ég er vön, svolítið öðruvísi,“ sagði Svava Rós í samtali við Stöð 2 í dag.

„Það er bara spennandi að sjá hvernig þetta er þarna í Bandaríkjunum og hvernig þau gera þetta.“

En af hverju ákvað Svava að fara til Bandaríkjanna?

„Af hverju ekki?“ sðurði Svava létt í bragði. „Mér finnst þetta bara spennandi deild og þetta eru góðir leikmenn og maður er að æfa með góðum stelpum í fótbolta. Þetta er bara ákveðið stökk og skref fyrir mig til að takast á við.“

Svava gengur til liðs við Gotham FC frá norska liðinu Brann. Hún segir það þó ekki endilega hafa verið í kortunum að hún væri á förum frá félaginu.

„Nei í rauninni ekki. Ég var með samning sem var einn plús einn og þá þurftum við að ákveða - bæði ég og liðið - hvort þetta yrði áframhaldandi samningur. Ég vildi sjá hvað væri í boði og þegar ég sá hvaða lið væru í boði þá fannst mér þetta bara mjög spennandi og ákvað bara að taka stökkið,“ sagði Svava að lokum.

Klippa: Spennt fyrir nýju verkefniFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.