Dregið var í undarriðla í Liverpool fyrr í kvöld og voru það sjónvarpsstjörnurnar AJ Odudu og Rylan Clark-Neal sem sáu um dráttinn. Fyrir dráttinn hafði ríkjunum verið skipt upp í hópa eftir því hvar ríkin eru staðsett til þess að koma í veg fyrir að of margar nágrannaþjóðir keppi sama undankvöldið. Ísland var í sama hóp og Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Eistland og fékk Ástralía að fljóta með þrátt fyrir að vera rúmlega fimmtán þúsund kílómetrum frá Íslandi.
Ísland var síðasta ríkið sem dregið var úr pottinum og mun framlag okkar því stíga á svið á seinna undankvöldinu. Það mun fara fram þann 11. maí næstkomandi.
Með okkur á undankvöldi verða:
- Armenía
- Kýpur
- Rúmenía
- Danmörk
- Belgía
- Grikkland
- Albanía
- Ástralía
- Austurríki
- Litáen
- San Marínó
- Slóvenía
- Georgía
Íslensku lögin sem keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins um þátttöku í Eurovision í maí voru kynnt á dögunum og verður spennandi að sjá hvaða lag verður fyrir valinu og fer til Liverpool fyrir hönd lands og þjóðar.
Lög keppninnar í ár má hlusta á á íslensku og ensku hér að neðan.