Þegar lögregla mætti á vettvang losaði ökumaðurinn sig við bílinn og reyndi að flýja á hlaupum. Lögreglu tókst að elta hann uppi og var hann handtekinn. Í ljós kom að ökumaðurinn á stolna bílnum var undir áhrifum fíkniefna. Á honum fundust fíkniefni og meint þýfi og hefur hann verið vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Meðal verkefna lögreglu í dag var þjófnaður í verslunarmiðstöð í Kópavogi og þá var rafskútu stolið í miðborginni. Tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni fyrr í dag en árásin var yfirstaðin þegar lögregla kom á vettvang. Enginn slasaðist alvarlega.