Innlent

Sá bílinn sinn í miðri um­ferð en þekkti ekki öku­manninn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Eiganda bílsins brá í brún og hringdi hann því rakleiðis á lögregluna. Myndin er úr safni.
Eiganda bílsins brá í brún og hringdi hann því rakleiðis á lögregluna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Eigandi bíls rakst á bílinn sinn í miðri umferð á höfuðborgarsvæðinu í dag en kannaðist ekki við ökumanninn. Hann hringdi á lögreglu og í ljós kom að bílnum hafi verið stolið.

Þegar lögregla mætti á vettvang losaði ökumaðurinn sig við bílinn og reyndi að flýja á hlaupum. Lögreglu tókst að elta hann uppi og var hann handtekinn. Í ljós kom að ökumaðurinn á stolna bílnum var undir áhrifum fíkniefna. Á honum fundust fíkniefni og meint þýfi og hefur hann verið vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Meðal verkefna lögreglu í dag var þjófnaður í verslunarmiðstöð í Kópavogi og þá var rafskútu stolið í miðborginni. Tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni fyrr í dag en árásin var yfirstaðin þegar lögregla kom á vettvang. Enginn slasaðist alvarlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×