Tónlist

Fjólu­blátt mistur læðist yfir hjá Taylor Swift

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Myndbandið er fullt af draumórum Swift.
Myndbandið er fullt af draumórum Swift. Youtube/Taylor Swift

Nýtt tónlistamyndband söngkonunnar Taylor Swift við lagið „Lavander Haze“ kom út í morgun. Í myndbandinu má sjá fjólublátt mistur læðast yfir allt og gullfiska svífa um himingeiminn.

Myndbandið er það þriðja sem Swift birtir plötunnar „Midnights“ sem kom út þann 21. október síðastliðinn.

Þegar platan var kynnt lýsti Swift henni sem samansafni laga sem samin voru á miðnætti, sögum af ógnvænlegum stundum og draumórum. „Sögur af þrettán svefnlausum nóttum frá mismunandi stigum lífs míns,“ skrifaði Swift.

Nýja tónlistarmyndbandið er það þriðja af plötunni og er eins og hin tvö, skrifað og leikstýrt af Swift sjálfri. Söngkonan greindi frá því á Instagram síðu sinni að handritið fyrir „Lavander Haze“ hafi verið það fyrsta af sem hún skrifaði af þeim þremur sem hafa nú komið út.

„Þetta [myndband] hjálpaði mér að sjá fyrir mér hvernig heiminn og tilfinninguna á Midnights, eins og seiðandi, svefnlaus draumaheimur á áttunda áratuginum,“ skrifaði Swift.

Miðnæturþemað sést vel í myndbandinu en það er fullt af stjörnum, vísunum í svefnlausar nætur og skrítinna drauma. Swift dansar á nærfötunum, liggur í blómabeði, horfir á gullfiska svífa um himingeiminn og baðar sig í fjólublárri laug.

Það mætti segja að fjólubláa mistrið hafi svo sannarlega læðst yfir hjá Swift sem greinilega unir sér vel innan þema áttunda áratugarins.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Mið­­nætur­­söngvar Taylor Swift opin­bera þrá­hugsanir og drauma

Ný plata Taylor Swift „Midnights“ birtist á helstu tónlistarveitum í nótt. Platan er stútfull af nýjum lögum, nánar til tekið tuttugu talsins. Platan einkennist af einskonar rafpoppi og er uppfull af einstakri textasmíð Swift sem aðdáendur og aðrir áhugasamir ættu að geta tengt við.

Taylor Swift skráir sig í sögu­bækurnar

Lög söngkonunnar Taylor Swift skipa öll tíu efstu sæti Billboard listans í Bandaríkjunum. Hún er fyrsti tónlistarmaðurinn í 64 ára sögu listans sem nær þessum árangri.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.