Lífið

Nýjasta par Hollywood í koss­af­lensi á Hawa­ii

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Pete Davidson og Chase Sui Wonders eru nýjasta par Hollywod.
Pete Davidson og Chase Sui Wonders eru nýjasta par Hollywod. GETTY/ALBERTO E. RODRIGUEZ- DIMITRIOS KAMBOURIS

Það virðist vera að hitna í kolunum hjá kvennabósanum og grínistanum Pete Davidson og leikkonunni Chase Sui Wonders.

Síðustu daga hafa þau notið sín saman á Hawaii og af myndum að dæma eru þau orðin mjög náin. Þau héldust í hendur, kysstust við hvert tækifæri og virtust ekkert vera að fela hrifningu sína á hvort öðru.

Greint var frá því í síðustu viku að þau Davidson og Wonders væru byrjuð saman, eftir að þau höfðu sést saman við hin ýmsu tilefni, þar á meðal í kossaflensi í skemmtigarðinum Universal Studios. Parið kynntist við tökur á myndinni Bodies, Bodies, Bodies sem kom út á síðasta ári.

Davidson skaust fram á sjónarsviðið í þáttunum Saturday Night Live en undanfarin misseri hefur hann vakið athygli sem einn helsti kvennabósi Hollywood.

Hann var trúlofaður tónlistarkonunni Ariönu Grande en aðrar fyrrverandi kærustur hans eru fyrirsætan Kaia Gerber, leikkonan Phoebe Dynevor og leikkonan Kate Beckinsale. Frægast er þó samband hans við athafnakonuna Kim Kardashian en þau hættu saman í ágúst á síðasta ári. Í kjölfarið átti hann í stuttu sambandi við ofurfyrirsætuna Emily Ratajkowski.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.