Innlent

Íslendingur búsettur í 100 ríkjum heims

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Danmörk nýtur lang mestra vinsælda meðal Íslendinga.
Danmörk nýtur lang mestra vinsælda meðal Íslendinga. Getty

Þann 1. desember 2022 voru 48.951 Íslendingur með skráð lögheimili erlendis, þar af 11.590 í Danmörku. Næst flestir voru skráðir í Noregi, 9.278, og 8.933 í Svíþjóð. Alls eru 62,1 prósent hópsins með skráð lögheimili á Norðurlöndunum.

Þetta kemur fram í nýju talnaefni frá Þjóðskrá.

Þar segir að þau lönd sem virðist vinsælust á eftir Norðurlöndunum séu Bandaríkin, þar sem 6.492 eru búsettir, Bretland, þar sem 2.483 búa, og Þýskaland, þar sem 1.837 hafa búið sér heimili.

Íslenskir ríkisborgara búsettir erlendis voru með skráð lögheimili í 100 löndum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt Þjóðskrá.

Þá er þess getið að í fimmtán ríkjum býr aðeins einn Íslendingur; Albaníu, Angóla, Belís, Ekvador, Gana, Gíneu, Indlandi, Íran, Kenía, Líbanon, Makedóníu, Máritíus, Pakistan, Panama og Sómalíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×