Lífið

Justin Bieber selur réttinn að tón­list sinni fyrir 29 milljarða

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Justin Bieber á fyrir salti í grautinn næstu mánuði, en hann hagnast um 29 milljarða með samningi um rétt á útgefinni tónlist sinni.
Justin Bieber á fyrir salti í grautinn næstu mánuði, en hann hagnast um 29 milljarða með samningi um rétt á útgefinni tónlist sinni. Getty

Stórstjarnan og tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur selt fjárfestingafélaginu Hipgnosis Songs Capital réttinn á tónlist sinni fyrir um 200 milljónir dala, eða um 29 milljarða króna.

Vísir sagði frá því í desember að samkomulag um söluna væri á lokametrunum. Í dag gaf miðillinn Variety það út að samningar væru í höfn.

Samningurinn er sá stærsti samningur Hipgnosis til þessa, en félagið hefur keypt rétt á tónlist margra tónlistarmanna undanfarin ár. Þar má nefna Bruce Springsteen, Bob Dylan og Stevie Nicks og nú síðast Justin Timberlake, sem seldi félaginu réttinn að allri útgefinni tónlist sinni fyrir 100 milljónir króna á síðasta ári.

Biber hefur gefið út yfir 290 lög og á Hipgnosis nú rétt á öllum tekjum af þeim, en þar telur meðal annars spilun í útvarpi, auglýsingum, notkun í kvikmyndum og fleiru.

Variety segist hafa heimildir fyrir því að lög Biebers muni þó áfram vera undir stjórn Universal Music en kanadíski söngvarinn hefur unnið með því fyrirtæki frá upphafi ferilsins.


Tengdar fréttir

Sagður ætla að selja réttinn fyrir 200 milljónir dala

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er sagður ætla að bætast í hóp tónlistarmanna á borð við Bruce Springsteen, Bob Dylan og Stevie Nicks, sem hafa á síðustu árum selt réttinn á tónlist sinni til fyrirtækja.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×