Viðskipti erlent

Sagður ætla að selja réttinn fyrir 200 milljónir dala

Atli Ísleifsson skrifar
Justin Bieber á tónleikum í Osló árið 2015.
Justin Bieber á tónleikum í Osló árið 2015. EPA

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er sagður ætla að bætast í hóp tónlistarmanna á borð við Bruce Springsteen, Bob Dylan og Stevie Nicks, sem hafa á síðustu árum selt réttinn á tónlist sinni til fyrirtækja.

Wall Street Journal sagði frá því í gær að samkomulag sé á lokametrunum um að Bieber selji fjárfestingafélaginu Hipgnosis Songs Capital réttinn á tónlistinni á um 200 milljónum dala, um 29 milljarða króna.

Samningurinn myndi fela í sér sölu á réttinum á útgefinni og skráðri tónlist Biebers til dagsins í dag, þar með talið smelli á borð við Baby og Love Yourself.

Um væri að ræða stærsti samningur Hipgnosis til þessa, en félagið hefur fjárfest í réttinum á tónlist fleiri tónlistarmanna á síðustu misserum. Þannig keypti félagið réttinn á tónlist Justin Timberlake á 100 milljónir króna fyrr á þessu ári.

Samningar sem þessir fela í sér sölu á réttinum tónlist og geta skilað vel í kassann. Þrátt fyrir að slík réttindi eru jafnan ekki jafn mikils virði og raunverulegar upptökur þá geta þeir skilað miklum tekjum með spilun í útvarpi, auglýsingum, notkun í kvikmyndum og fleiru.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×